Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 81

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Blaðsíða 81
79 1903 Eijrarbakknhérnð: Húsakynni og þrifnaður er víða á lágu stigi í héraði þessu, en þó munu húsakynni heldur fara batnandi. Menntunarleysið gerir menn ánægða með Pað gamla; menn gera litlar kröfur til lífsins, enda iðjuleysi mikið hér með sjónum á sumum tímum árs, og þá er varla við góðri afkomu að búast. 4. Mataræði. Læknar láta þessa getið: Akureyrarhérað: Þurrabúðum hefur fjölgað mjög við sjóinn síðustu árin, og fylgir þeim víða algert mjólkurleysi fyrir yngri og eldri. Þetta leiðir til þess, að mæð- ur hafa börn sin á brjósti oft langt fram á annað ár, en bregðist brjóstamjólkin, verður viðurværi barnanna næsta illt. Meðan þurrabúðarmenn leggja ekki nokkra stund á jarðrækt og hafa enga kú, stafar hrein hætta af þessari lifnaðarháttabreyt- mgu. Öll líkindi eru þó til, að jarðrækt og garðrækt þurrabúðarmanna fari stórum vaxandi, þegar fram í sækir, og ýmsir þeirra hafa nú þegar tekið stærri eða smærri bletti til ræktunar. Mýrdalshérað: Mataræðið hefur lítið batnað. Kjöt er lítið haft tii malar, nema bjöt af pestarkindum og öðrum gripum sjálfdauðum eða gripum sem menn hafa neyðzt til að drepa vegna veikinda; mest allt kjöt fer í kaupmennina. Hangikjöt er líka að hverfa. Kemur það m. a. af því, að menn eiga ekki eins hægt með að reykja bjöt, síðan eldavélar fóru að verða almennar, en hér eru þær víðar en á öðrum hverj- um bæ; annars var hangikjöt hér til skamms tíma oftast til á hverjum bæ, og það mestan part árs, en nú er það varla til á tíunda hverjumjoæ. Á einu stórheimili var í fyrra engri kind slátrað heilbrigðri, en um 20 pestar- og sjálfdauðar kindur voru etnar upp til agna af heimilisfólkinu. Fuglakjöt er mjög haft til matar, einkuin fýl- ungi, og þykir fyrirtaks fæða þeim, sem þola af honum fýluna. Fitan er brúkuð í bræðing saman við tólg. Fiskur er lítið hafður til matar; hann er allur hertur og lagður svo inn í búðina, enda er hann í sumum árum langdýrasta fæðan, sem fæst bér á landi. Hausar eru hertir til sumarsins, og slóg grafa sumir niður og láta úldna, síðan er það hengt upp í reyk og svo etið — soðið þó. Ekki er auðvelt að sannfæra menn um, að þetta sé naumast holl fæða. Aðalfæðan verður því garðamatur og mjólk; er garðamatur oft hafður einn sér, og er það ekkert smáræði, sem rúmast getur i manns maga. Um mjólkina skal þess getið, að nýmjólk þekkist varla sem matur eða drykkur, síðan rjómabú var sett hér á stofn, heldur aðeins blá skilvindu- undanrenning; nýtt smjör er að hverfa, jafnvel á beztu heimilum, og bregður vinnu- fólki víða við það að fá nú í þess stað einhvern hræring úr lýsi — svo sem hnýsu-, sels-, hvals-, þorska- eða fýlslýsi — og mör, eða þá íslenzku smjöri, sem enginn kaupmaður vill sjá, hversu óvandlátur sem hann er, 5. Meðferð ungbarna. Læknar láta þessa getið: Skipaskagdhérað: Um meðferð mæðra á ungbörnum er mér ekki annað kunnugt en hún sé í allgóðu lagi. Flestar mæður hafa börn sín á brjósti, að minnsta kosti um nokkurn tírna, einkum hefúr efnaminna fólkið börnin á-brjósti, stundum um Framh. á 84. bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.