Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1904, Qupperneq 88
1904
I. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði.
Fólksfíöldinn á öllu landinu í árslok var 78802 menn (78539 í árslok 1903).
Lifandi fæddust 2293 (2244) börn, eða 29,1%, (28,8%).
Andvana fæddnst 67 (87) börn, eða 28,4% (37,3%) fæddra. Tvíburafæðingar
voru 42 og 1 þríburafæðing.
Manndauði á öllu landinu var 1242 (1324) menn, eða 15,8% (17,0%).
A 1. ári dóu 174 (273) börn, eða 75,9% (121,7%) lifandi fæddra.
Slijsfarir voru nær helmingi fátiðari en árið áður. Fórust samtals 45 af slysum
(42 drukknuðu, 1 varð úli, og 2 fórust af öðrum slysum) en 88 árið áður.
Sjálfsmorðingjar eru taldir 3 í Landshagsskýrslum (árið áður 9), en ineðal þeirra
er ekki sá, sem skýrt er frá í aðalskýrslu úr Skipaskagahéraði, og ekki er það sjálfs-
morð heldur talið meðal slysa, hvernig sem á þessu stendur.
II. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar var gott í meiri hluta héraðanna.1) í Reykjavík er að vísu talið, að verið
hal'i mikil veikindi framan af árinu, en mjög gott er heilsufarið talið 3 síðustu mán-
uðina. í 10 öðrum héruðum er heilsufarið talið ág'ætt, hið ákjósanlegasta, óvenju gott
eða mjög gott. Meðal þeirra eru Berufjarðarhérað — „heilbrigði aldrei jafn góð í 7
ár“, segir í aðalskýrslunni þaðan — og' Hornafjarðarhérað — „bezta heilbrigðisár
síðan 1886“, segir héraðslæknirinn þar. — Góð, yfirleitt g'óð eða fremur góð er heil-
brigði talin í 7 héruðum, í meðallagi eða bærileg í 2, tæplega í meðallagi eða í lakara
lagi í 4 og með verra móti eða slæm i 2 héruðum. — Kíghóstafaraldurinn, sem gekk
næstu ár á undan, var nú að heita mátti alveg um garð genginn, og yfirleitt bar ekki
teljandi á neinni erlendri farsótt neina mislingum, en þeir g'engu yfir mikið af Vest-
fjörðum, en ekki teljandi annars staðar. Af innlendum farsóttum voru lungnabólga
og' kvefsótt tíðastar.
A. Bráðar farsóttir.
1. Hlaupabóla (varicellae).
Færri eru skráðir en nokkurt ár síðan á aldamótum:
Sjúldingafíöldi 1901—1904: 1901 1902 1903 1904
Sjúklingar.......................... 58 44 82 29
Sóttarinnar er að engu getið í aðalskýrslum.
1) Skýrslur vantár úr Þistilfjarðarhéraði, sem var læknislaust allt árið. Auk þess vantar aðal-
skýrslur úr Miðfjarðar-, Höfðahverfis-, Hróarstungu-, Mýrdals- og Keflavikurhéruðum.