Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 124
122
sneri bátvél í gang og fékk fract. radii. Kona datt af hestbaki og fékk
fract. tibiae dextrae. 9 ára drengur, sumargestur úr Reykjavík, datt
af hestbaki og fékk lux. articuli cubiti dextri. Bóndi datt á skíðum
og fékk fract. malleoli fibularis sinistri.
Vopnafj. Fract. femoris (osteopsatyrosis) 1, pelvis & columnae cum
ruptura urethrae 1, thoracis & scapulae dextrae 1, radii typica 1, costae
4, malleolorum 2, contusio 29, distorsio 22, vulnus incisum 10, con-
tusum 49, punctum 13, corpus alienum corneae & conjunctivae 17,
cutis, subcutis, subunguale 5, ambustio 12, congelatio 2. Maður af
hinni brothættu ætt hér var að fara með hrút á milli húsa á fengitíð
og teymdi hrútinn við hlið sér. Hrúturinn rak hausinn í vinstra læri
mannsins, og varð af lærbrot. 3 bændur voru að fara í kaupstað á
dráttarvél í janúar. Einn var við stýrið, en tveir sátu i skúffu aftan
á dráttarvélinni. Vegir voru ákaflega svellaðir og illfærir bifreiðum.
Skammt innan við kauptúnið rann dráttarvélin út af veginum eftir
mjóum svellbunka og stöðvaðist, eftir að hafa oltið, í litlum hvammi.
Hefði hún tekið eina veltu til, mundi hún hafa oltið ofan í fjöru, en
þarna er breitt og vegurinn uppi i allháu klifi. Einn bændanna losnaði
strax við vélina og sakaði ekki, en hinir stórslösuðust. Sá, sem stýrði
vélinni, varð undir henni í veltunni. Brotnaði mjaðmargrind hans
og hryggur rétt ofan við spjaldbein, og þvagrás rifnaði undir lífbeins-
boga. Hinn maðurinn virtist hafa slengzt af miklu afli í grjóturð. Var
öll vinstri síða háns brotin, costae 1—10, svo og hægra herðablað marg-
brotið. Vitaskipið Hermóður, sem statt var á Austfjörðum, var fengið
til að flytja hina slösuðu menn til Akureyrar. Konu skrikaði fótur á
svelli og greip fyrir sig með hendi; hlaut hún hverfandabrot. Maður
hafði stungið upp í sig punttöðu og tuggði. Stakkst puntstrá á kaf
undir tungurótum hans. Bólgnaði og átti í þessu alllengi, þar til að-
skotahluturinn tæmdist út með ígerð. Manni var hrundið út af vegar-
brún. Hann öklabrotnaði. Maður varð með fót undir vörubifreiðar-
hjóli. Marðist mikið á fæti og öklabrotnaði. Maður varð milli bílpalls
og veggjar. Lá við stórslysi, en úr varð yfirfetting í úlnlið — sub-
luxatio carpi, fract. processus styloidei ulnae. Beltisdráttarvél var að
fara yfir brú. Maður gekk laus við hlið vélarinnar. Gætti þess ekki,
að of þröngt var til þess á brúnni. Varð á milli tannarinnar og hand-
riðsins, en sá, sem stýrði vélinni, fékk stöðvað hana, áður en stór-
slys hlytist af. Maðurinn marðist þó mikið á kvið og handlegg. 12
manneskjur brenndust, en engar stórvægilega eða hættulega. 2
manneskjur kól lítils háttar á andliti. Hið sorglega slys varð hér 8. októ-
ber þ. á., að 24 ára gamall sjómaður, Magnús að nafni, til heimilis í
Reykjavík, týndist í róðrarbáti hér í firðinum og fannst ekki, þrátt
fyrir vandlega leit á sjó og landi og úr lofti. Maðurinn var háseti á
trillubátnum Hörpu frá ísafirði, sem stundaði róðra héðan um sum-
arið. Umræddan dag, 8. október, að áliðnum degi, fór vélbáturinn,
sem hafði með sér róðrarbát í togi, að vitja um línu, sem hann hafði
lagt innanfjarðar milli Leiðarhafnar og Vindfells. Veður var sæmilegt,
norðaustanstrekkingur og talsvert brim við land. Þegar út kom, ætlaði
vélbáturinn á endabólið að norðan, undan Leiðarhöfn, en fann það