Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 80

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 80
1953 — 78 — sem kom frá Reykjavík með skipi austan um land. Breiddist veikin mjög ört út og lagðist fólkið í hrönnum. Munu flestir íbúar Raufarhafnarsókn- ar hafa tekið veikina, en fátt kom á sjúkraskrá, þar eð ég dvaldist ekki á staönum þennan tíma. Urðu erfiðleik- ar miklir vegna þess, hve fáir voru keilbrigðir til starfa og hjúkrunar. Framan af faraldrinum bar litið á fj'lgikvillum, en er á leið, varð meira um þá, einkum otitis media og reci- diverandi hita, sem ekki var alltaf vitað, af hverju stafaði. Einkum bar á því með þá, sem ekki gátu legiÖ lengi og farið vel með sig í afturbat- anum. 2 dóu úr veikinni, báðir eftir skamma legu. Mér datt í hug að fara til Raufarhafnar og dveljast þar, með- an veikindin voru mest, en frá því var horfið, þar sem litlar líkur voru til, að ég fengi frið til þess, og þá hætta á, að ég bæri veikina út. Ég hafði birgðir af súlfalyfjum og pensilíni á Raufarhöfn og ráðstafaði því óspart símleiðis til þeirra, er þörf virtust hafa fyrir það. Glöggir og greinagóðir leikmenn höfðu nær stöðugt símasam- band við mig, og verður þeim seint fullþökkuð sú mikla fyrirhöfn og hjálp, er þeir veittu í þessum erfið- leikum. Bifreiðasamgöngur voru teppt- ar um héraðið vegna snjóa, og var gætt ýtrustu varkárni með samgöngur við veikindasvæðið, enda tókst að tak- inarka útbreiðslu veikinnar við Rauf- arhöfn og næsta nágrenni. Líklegt er, að vandræðaástand hefði skapazt, ef veikin hefði náð að breiðast út um sveitirnar á mesta annatíma ársins, sauðburðartímanum. Þórshafnar. Skráð 5 mánuði ársins, flestir veikir í maí (hvorugt kemur heim við skráninguna). Vopnafi. Upp úr áramótunum bár- ust fregnir af inflúenzu í Reykjavik og víðar. Var lítið orð gert á um inflú- enzu þessa, talin væg og ekki sérlega næm. í marz varð vart nokkurra til- fella af kvefpest, sem haldin var þessi inflúenza. Hinn 11. apríl kom kona, búsett hér í þorpinu, með skipi frá Reykjavík. Næsta dag var hún orðin fárveik, og virtust sjúkdómseinkennin benda til þess, að hér væri um all- þunga inflúenzu að ræða. Gerði ég þá samstundis aövart um sveitina og bað fólkið þar að gæta sin vel gegn þess- ari, að því er virtist, næmu farsótt. Daginn, sem konan kom frá Reykja- vík, komu 2 sveitapiltar inn til henn- ar. Veiktist annar pilturinn og heim- ilisfólkið á bænum, en hinn slapp ó- sýktur. Seinna barst inflúenzan á 1 lieimili í sveitinni fyrir ógætni eins heimilismanns. Annars barst veikin ekki út fyrir kauptúnið. Má telja það mikið happ, því að jafnnæm inflúenza og þessi var mundi hafa valdið alvar- legum erfiðleikum í sveitinni, ef hún liefði borizt þangað um þetta leyti árs. Næstu daga eftir að konan veiktist, varð inflúenzunnar vart i næstu hús- um, og á svo sem viku hafði hún lagt undir sig allt þorpið. Lá heimilisfólk oft allt i einu, svo að skepnum varð eigi sinnt nema með aðfenginni hjálp. Um tíma voru aðeins 2—3 menn verk- færir til að annast alla gripi í þorp- inu. í lok mánaðarins hafði sóttin náð hámarki og fór rénandi úr þvi. Ein- kenni inflúenzunnar voru hár hiti, 39 —40°, höfuðverkur og ákafir bein- verkir og óþol um allan kroppinn. Kvefeinkenni voru ekki mikil og fylgi- kvillar einkum eyrnabólga — otitis media. 2 menn fengu kveflungnabólgu. Flestir sjúklingar lágu rúmfastir í 4— 7 daga, en sumir mildu lengur, eðr allt að þvi hálfan mánuð. Eldra fólk var lengi að ná sér. Ekkert dauðs- fall. Bakkagerðis. Gekk hér i ágúst og september. Enginn fékk alvarlega fyígikvilla. Nes. Fremur væg og strjál. Búða. Gekk hér í janúar og febrúar, framhald af faraldri fyrra árs, og aft- ur í apríl, maí og júni. Var yfirleitt væg. Nokkur lungnabólgutilfelli i sam- bandi við hana. Djúpavogs. í aprílmánuði barst in- flúenza i Breiðdalinn með skólapilti að sunnan. Dreifðist mjög ört út, og lögðust margir. Var væg og engir fylgikvillar. Kom svo aftur að sunnan hingað í þorpið og í Álftafjörð í júní- mánuði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.