Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 99
— 97 —
1953
culi, 37 (31 karl og 6 konur), þá 25
konur með ca. mammae, 17 með ca.
coli (10 konur og 7 karla), 15 konur
nieð ca. uteri, 10 karla með ca. í
þvagfœrum og 32 með ca. í öðrum líf-
færum, þar af 1 með lympliosarcoma.
Af þessum 136 sjúklingum voru 20 í
sjúkrahúsum, en sjúkrarúm vantaði
fyrir 24 í viðbót, þar af 14 Reykvík-
inga. Við athugun á aldursdreifing-
unni kom í Ijós, að allir Reykvíking-
arnir, nema e. t. v. 4, sem ekki er
greint, hve gamlir séu, eru yfir 35 ára
gamlir. Samkvæmt allsherjarmanntal-
inu 1950 eru 20744 Reykvíkingar 35
úra eða eldri. Á þessum aldri eru 70
Reykvíkingar með krabbamein, eða
3,37%c, ef reiknað er með sama íbúa-
fjölda, konur 3,7%0 og karlar 3%».
Vegna þess hve fáir sjúklingarnir eru,
42 konur og 28 karlar, er ekki hægt
nð ráða af þessu einu, að munur sc
ú tiðni milli kynja. Til þess að gefa
lauslega hugmynd um aldursdreifing-
una meðal allra sjúklinganna, má geta
Þess, að 2 konur eru undir 20 ára
aldri, aldur er ótilgreindur hjá 3, en
06 eru á aldrinum 35—94 ára. Meðal-
aldur kvennanna er 61,5 ± 3,3 úr. Af
körlunum er 1 undir 10 úra aldri
(leuchaemia), 1 er 30—34 ára, hjá 1
er aldur ótilgreindur, en 62 eru á aldr-
mum 35—79 ára. Meðalaldur er 71,7
— 3 úr. Þeir sjúklingar, sem vitað er
nm, hve lengi hafa kennt sér meins,
nafa verið veikir frá 1 mánuði upp í
3 úr. Karlarnir hafa verið veikir að
nieðaltali 16,8 ± 4,5 mánuði, median
f0»9 mánuði, en konurnar að meðal-
tali 22,4 ± 4,9 mánuði, median 14,7
manuði. Loks er að geta þess, sem
einna mesta þýðingu hefur fyrir lækn-
jngu krabbameins, sem sé tímans, sem
hður frá því, að sjúklingur veikist og
Pnr til hann leitar læknis. Meðal 92
s.]úklinga, þar sem vitað er um þenna
tíma, er hann frá 1 mánuði upp í 3
nr- Hjá konum (49) er meðaltíminn
9>9 ± 1,7 mánuðir, median 7,5 mán-
uSir. Hjá körlum (43) er meðaltíminn
± 2,2 mánuðir, median 7,8 mún-
uðir. Helmingur krabbameinssjúklinga
leitar, samkvæmt þessu, ekki læknis
fyrr en eftir 7%—8 mánuði eða
rueira. Sýnir það, að ekki er enn
nægilega brýnt fyrir fólki að leita
læknis i tíma. Þó að tölur þessar séu
lágar og gefi ekki tilefni til ákveðinna
ályktana, eru þær samt nokkur vís-
bending um ástandið, eins og það er
nú. Aftur á móti gætu þær orðið stofn
að stærra efni, ef slíkar athuganir
sem þessi væru endurteknar nokkrum
sinnum.
Hafnctrfj. Á sjúkrahúsinu hafa dval-
izt 15 sjúklingar með cancer á árinu.
Með ca. ventriculi 9, þar af 5 dúnir,
4 á lífi, ca. mammae 2, báðir á lífi,
ca. colli 1, ca. papillae Vateri 1, ca.
maxillae 1, ca. ovarii 1 (4 siðast tald-
ir allir dánir). Af þessum sjúklingum
voru 3 utanhéraðs.
Borgarnes. Gamall maður dó úr
þessum sjúkdómi.
Búðardals. 2 sjúklingar dóu á árinu
úr sjúkdómi þessum, 85 ára karlmað-
ur og 84 ára kona.
Regkhóla. Ekkert nýtt tilfelli á ár-
inu. Á skrá eru 2 sjúklingar: a) 50 ára
kona með melanoma malignum í cli-
toris og metastasis í inguinaleitlum.
Allir finnanlegir tumorar voru exider-
aðir, og sjúklingurinn fékk Rgt-með-
ferð á Landsspítalanum það ár og
einnig árið eftir. Siðast liðið ár hefur
sjúklingurinn unnið því nær fulla
vinnu og kennir sér einskis meins.
b) 63 ára gamall maður með adeno-
carcinoma ventriculi. Var slcorinn á
Landsspítalanum 1951 og fékk Rgt-
meðferð. Sjúklingurinn liggur heima.
Flateyjar. Maður sendur til Reykja-
víkur vegna gruns um ca. intestinalis.
Sjúkdómsgreining hefur ekki borizt.
Fluttist úr héraðinu á árinu.
Þingeyrar. 1 nýtt tilfelli á árinu,
roskin kona með ca. faciei.
Súðavíkur. Einn krabbameinssjúk-
lingur dó & árinu.
Árnes. Ca. oesophagi, 70 ára karl-
maður. Dánarorsök resectionis oeso-
phagi secpielae. Ca. ventriculi, 51 árs
karlmaður. Dánarorsök metastasis
hepatis. Dóu báðir á Landssnítalanum.
Hólmavíkur. 3 nýir sjúklingar. 76
ára ekkja skorin á Landsspitalanum.
Reyndist hafa ca. coli, óskurðtækan.
Lézt hér í skýlinu i nóvember. 77 ára
bóndi einnig sendur á Landsspítalann.
Hafði ca. ventriculi inoperabilis. Sett-
13