Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 106
1953
—"104 —
góðrar uppskeru. Eigi að síður er
mikið notað af alls konar vítamínlyfj-
um. Fólk vill fá þetta, telur það
hressa sig og styrkja.
Blönduós. Verður alltaf vart öðru
hverju, þó að ekki sé nema á lágu
stigi. Hér er flestöllum börnum gefið
lýsi, en þó sér maður stundum bein-
kramarmerki, svo sem rifjaskekkjur,
hjá slikum börnum. Ég tók eftir því
þegar á fyrstu læknisárum mínum, að
sumum börnum virtist vera hættara við
beinkröm en öðrum, þrátt fyrir sæmi-
legan aðbúnað, og mætti segja mér, að
truflun á eðlilegri kalknýtingu sé
stundum að kenna meðfæddri dispo-
sitio, hvort sem hún er erfðabundin
eða að kenna einhverju vaneldi eða
misfellum í móðurlífi. Vist mun, að
börn, sem fæðast fyrir tímann, fá
frekar beinkröm en önnur, ceteris
paribus. Maður gefur talsvert af B- og
C-lyfjum á veturna, án þess að bein
klinisk merki um skort þessara efna
finnist, og telur fólkið sig verða hress-
ara af þessu, enda er ekki ólíklegt, að
oft sé ekki það æskilegasta fjörefna-
magn i fæðunni, hvort sem fjörefna-
þörfin er meiri nú en áður, vegna
breyttra lifnaðarhátta að öðru leyti.
Grenivíkur. Nokkuð ber á avita-
minosis, sérstaklega B og C, og er
sennilegt, að eitthvað af gigtinni og
sleninu, sem mest ber á hér siðara
hluta vetrar, stafi af efnaskorti. Börn
fá yfirleitt lýsi yfir vetrarmánuðina,
og ætlazt er til, að skólabörnin fái
lýsi, á meðan þau eru i skólanum.
Seijðisfj. Beinkramar verður hér
ekki vart, svo að teljandi sé, enda
lýsisát algengt, og hygg ég, að öll börn
borði lýsi, a. m. k. að vetrinum. Ég
gæti þó trúað, að ýmislegt slen í
fólki stafaði af einhverri vöntun í
fæðuna, og er þá nærtækast að gizka
á C- og B-bætiefnin. Undantekningar-
laust hressist þetta fólk við C- og B-
vítamín, sérstaklega af hinum „al-
ræmdu“ sprautum (propter s. post?).
Nes. Sá leiði misskilningur virðist
mjög útbreiddur, að lýsi sé ónauðsyn-
legt sumarmánuðina (jafnvel þótt sól
sjáist ekki nema stöku sinnum allt
sumarið, og A- og D-fjörefnarik fæða
sé af skornum skammti).
Báða. 2 létt rachitistilfelli. Þorska-
lýsi almennt gefið börnum og byrjað
snemma. Margir fullorðnir nota það
einnig nokkuð.
Djúpavogs. Ekkert tilfelli skráð á
mánaðaskrám, en í kveffaraldrinum,
sem gekk, voru mörg tilfelli, sem líkt-
ust þessum kvilla.
17. Bronchiectasiae.
Sauðárkróks. 2 tilfelli, annað frekar
ungur maður.
Seyðisfj. 86 ára kona, sem dó á ár-
inu, hafði þenna sjúkdóm í fjölda ára.
Uppgangur var alltaf griðarmikill og
smithræðsla. Hrákinn var iðulega
rannsakaður, einnig með ræktun, en
alltaf tbc -t-.
18. Bronchitis chronica.
Ólafsvíkur. 21 tilfelli.
Vopnafj. 1 tilfelli (silicosis).
19. Caries dentium.
Borgarnes. Afaralgeng. Tannlæknir
var hér um tíma um sumarið og gerði
við nokkuð af tönnum, en stundaði
einkum tannsmíði.
Ólafsvíkur. Utan skólaskoðana 105.
Báðardals. Ákaflega mikið um
þenna sjúkdóm og slæmt til að vita.
Veitti sannarlega ekki af að hafa tann-
lækni i hverju héraði. Virðist sem
ríkið ætti frekar að spara prestana og
öll andlegheitin þeim samfara, en auka
í þess stað heilbrigðiseftirlit í þessum
greinum sem öðrum.
Flateyjar. Mjög miklar tannskemmd-
ir á öllum aldri.
Bolungarvíkur. Tannskemmdir með
minna móti.
Árnes. Mikið um tannskemmdir í
héraðinu. Sjaldan fæst fólk til að láta
gera við tennur sínar, en lætur draga
þær úr sér, undir eins og það fær
tannverk. Alls voru teknar 63 tennur
úr 32 manns.
Blönduós. Hefur minnkað allmjög
síðustu 10—20 árin, þótt enn séu all-
mikil brögð að skemmdum tönnum.
Hofsós. Tannskemmdir alltaf mjög
algengar.
Grenivíkur. Töluvert um tann-
skemmdir.