Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Qupperneq 150
1953
148 —
Ekki er því að leyna, að vart veröur
nöldurs út af gjaldinu, þótt ekki sé
hátt. Finnst víst mörgum, að þeir fái
lítið fyrir snúð sinn, og skilst ekki,
að hver er sælastur, sem aldrei þarf
neins að njóta frá sjúkrasamlagi.
Einnig er svo með þá mörgu, sem
þurfa iæknishjálpar og lyfja með, að
þeim þykir skítur til koma og telja
styrk þann lítils virði. Kemur þar hið
sama fram og hjá öðrum bótaþegum
— tilhneiging til þess að reyna að
kria eins mikið út í sinn hlut og
mögulegt er. Eru þá ýmsar brellur við-
hafðar. Ein mesta villan í tryggingun-
um eru misháar bætur eftir verðlags-
svæðum. Bætur eru hærri á Siglufirði,
þótt ekki sé hægt að sjá mun á fram-
færslukostnaði þar og hér. Sjá því
bótaþegar sér leik á borði og láta skrá
sig heimilisfasta þar, til þess að fá
hærri bæturnar. Margir þeir, sem ör-
orkubætur fá, eru ekki það farlama,
að þeir geta unnið eitthvað. Fullyrða
má, að meiri hluti örorkufólks gæti
séð fyrir sér, ef störf væru fyrir hendi
við þess hæfi, og væri það giftu-
drýgra. Það er atriði, sem óleyst er
og ætti að leysa sem fyrst. Þá mundu
sumir bótaþegar losna við að reikna
út, hvenær þeir eigi að hætta vinnu,
til þess að bætur skerðist ekki.
Dalvikur. Skömmu eftir að ég kom
i læknishéraðið, lagði ég fyrir Ijós-
mæður þess að hafa eftirlit með fóst-
urberandi konum í umdæmunum.
Skyldu ljósmæðurnar leggja drög til
þess, að sérhver kona með fangi,
heimilisföst eða búandi í héraðinu um
stundarsakir, væri skoðuð að minnsta
kosti tvisvar um meðgöngutímann:
liið fyrra sinn, þegar hann væri hálfn-
aður, hið síðara, þegar einn mánuður
væri til fæðingar. Fyrst og fremst
skyldu konurnar fræddar um mikil-
vægi þessarar skoðunar. Sjálfar skyldu
Ijósmæðurnar annast þessa skoðun,
eftir því sem aðstæður leyfðu. Kon-
unum væri í sjálfsvald sett, hvort þær
leituðu í þessu efni til læknis (mín
eða einhvers annars læknis) eða til
viðkomandi ljósmóður. Ef skoðunin
leiddi eitthvað athugavert eða sjúklegt
í Ijós, skyldi konunum skýrt frá því
og þeim jafnframt ráðlagt að leita
læknis. Ef þær, fyrir einhverra hluta
sakir, neituðu að hlíta þessum ráð-
leggingum, bæri ljósmæðrunum að til-
kvnna mér það tafarlaust. Fyrirmæli
þessi hef ég áréttað við og við undan-
farin ár. Enn fremur hef ég ævinlega
brýnt það fyrir vanfærum konum, þá
er þær hafa leitað til mín til skoðunar
eða læknisaðgerðar, að notfæra sér
eftirlit þetta sem bezt. Ljósmæðrun-
um veitti ég leiðbeiningar um megin-
atriði eftirlitsins (grindarmæling, fóst-
urlega, þvagrannsókn o s. frv.). Fyrir
mín tilmæli samþykktu stjórnir sjúkra-
samlaganna, að samlögin skyldu greiða
kostnað þann, er af eftirliti (heilsu-
vernd) þessu leiddi, eins og fyrir
hverja aðra læknishjálp. Og nú er svo
komið, eftir 10 ára aml í þessa átt,
að reglan um eftirlit með fósturber-
andi konum hefur hlotið skilning og
viðurkenningu fólksins.
Grenivikur. Sjúkrasamlögin starfa á
sama hátt og áður, en hækka varð ár-
gjaldið í Sjúkrasamlagi Grýtubakka-
hrepps upp í 15 kr. á mánuði. Afkoma
þess var með lakasta móti á síðast
liðnu ári, enda mikið um veikindi og
óvenjulega mikill sjúkrahúskostnaður;
getur hann alveg farið með fjárhags-
afkomu samlaganna, þegar hann er
orðinn svo hár sem raun ber vitni
um. Undanfarin ár hefur verið mjög
erfitt og oft ómögulegt að fá nokkra
hjálp, ef veikindi hafa steðjað að, en
nú síðast liðið haust gekkst kvenfélag,
sem hér er starfandi, fyrir því að fá
stúlku, sem hægt væri að kvaka til, ef
með þyrfti. Fær hún víst kaup hjá fé-
laginu fyrir veturinn, og svo borga
þeir, er hennar þurfa, þann tíma, sem
hún er á hverjum stað. Þetta er alveg
ólærð kona, en samt er þetta mikil
hjálp fyrir heimili, sem hjálparþurfi
eru, og vísir til annars betra.
Húsavíkur. Nokkrir sjúklingar fá
loftbrjóstaðgerð á sjúkrahúsinu að
staðaldri. Enda þótt hér eigi að vera
heilsuverndarstöð samkvæmt lögum,
hefur þeim lögum ekki verið fram-
fylgt, og er þar um kennt fjárskorti
hjá opinberum aðilum. Er því erfitt
að rækja það eftirlit hér, sem nú er
almennt krafizt i kaupstöðum eða
þéttbýli, því að aðstaða öll er erfið.