Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 158
1953
— 156 —
á 6 hreinsuðum, tómum augndropa-
glösum. Fannst gerlagróður í 1
(16,7%) þeirra.
6) Stungulyf. Gerð voru sævingar-
próf á 2 tegundum stungulyfja. Stóð-
ust bæði lyfin prófin.
Bækur og færsla þeirra. Eins og
áður hefur verið vikið að i Heilbrigð-
isskýrslum (1951, 1952), hefur gætt
nokkurs tómlætis undanfarin tvö ár
hjá sumum lyfsölum í þeim efnum að
færa bækur, er þeim er gert að halda,
sbr. augl. nr. 197 19. sept. 1950, um
búnað og rekstur lyfjabúða, í sam-
ræmi við fyrirmæli téðrar auglýsing-
ar. Þokast þetta þó allt i rétta átt. Ein
lyfjabúð skar sig mjög úr, að þvi er
vanrækslu í þessum efnum snertir.
Fer hér á eftir nokkurt yfirlit um
færslu bóka þessara.
1) Vörukaupabækur eða vörukaupa-
spjaldskrár. Breyting frá fyrra ári
ekki veruleg. Færsla þessarar skrár
er tekin upp i einni lyfjabúð, en lögð
niður i annarri (í sambandi við lyf-
salaskipti). Skrá þessi er því haldin í
13 lyfjabúðum, en skortir i 7.
2) Vinnustofudagbók effa vinnu-
stofuspjaldskrá. Litlar breytingar frá
fyrra ári. Skrá þessi, er tók til hvers
konar framleiðslu lyfjabúðarinnar, var
haldin í 6 lyfjabúðum. í 5 lyfjabúð-
um skorti á, að skrá þessi væri haldin
yfir framleiðslu lyfja í búri, og i 9
lyfjabúðum voru aðeins haldnar svo-
nefndar vinnudagbækur (journalar),
sbr. Heilbrigðisskýrslur 1951, bls. 162.
3) Símalyfseðlabók. Bók þessi var
færð i samræmi við gildandi fyrir-
mæli í 11 lyfjabúðum (8 árið áður).
1 3 lyfjabúðum voru símalyfseðlar
skráðir á laus blöð eða i kladda, og í
6 lyfjabúðum voru engin gögn til um
afgreiðslu lyfja, sem ávísað hefur ver-
ið í síma.
4) Eftirritunarbók. Bók þessi var
færð í öllum lyfjabúðum landsins. í 7
lyfjabúðum (12 árið áður) gaf þó
ónákvæmni í færslum tilefni til at-
bugasemda.
5) Eiturbók var nú haldin í öllum
lyfjabúðum landsins. Mun eitur hafa
verið látið úti gegn 934 eiturbeiðnum
(rúml. 800 árið áður), eftir því sem
næst var komizt.
6) Eyðslubók. í byrjun ársins var
lyfsölum fengin i hendur sérstök
eyðslubók og þeim þar með stórum
auðveldað að gera grein fyrir, á hvern
liátt ómenguðum vínanda er varið í
lyfjabúðum þeirra.
Við skoðun reyndust bækur þessar
yfirleitt vel færðar. í nokkrum lyfja-
búðum var þó ekki tekið að færa
bækur þessar, er skoðun var gerð. Á
þessu var þó alls staðar ráðin bót, er
á leið árið, nema i tveim lyfjabúðum.
Eyðslubók, þar sem með sundurliðun
er gerð grein fyrir hvers konar not-
kun ómengaðs vinanda, var þvi í lok
ársins haldin í 18 lyfjabúðum (5 árið
áður, 2 árið 1951).
Magn það af eftirtöldum áfengisteg-
undum, sem lyfjabúðirnar öfluðu sér
á árinu frá Áfengisverzlun ríkisins,
var sem hér segir:
Alcohol absolutus .......... 12,5 kg
Spiritus alcoholisatus.... 2181,0 —
— bergamiae ............. 289,0 —
— denaturatus .......... 8444,5 —
Glycerinum 1 + Spiritus
alcoholisatus 2 ....... 1071,0 —
Önnur mengun............... 208,0 —
Ýmislegt. Kvörtun barst um það á
árinu, að lyf, er maður hafði tekið að
staðaldri um nokkurt skeið, væri með
öðrum hætti en hann ætti að venjast.
Rannsókn leiddi i ljós, að um mistök
við blöndun var að ræða, sem þó ekki
gat leitt til tjóns.
4. Húsakynni og þrifnaSur.
Rvík. í Reykjavík var lokið bygg-
ingu 221 íbúðarhúss og aukning gerð
á 39 eldri húsum. Samanlögð stærð
þessara húsa er 26540 m2 að flatar-
máli og 177283 rúmmetrar. Aukning
þessi á ibúðarhúsnæði er alls 349 í-
búðir, og skiptast þær þannig eftir
herbergjafjölda, auk eldhúss: 1 her-
bergi: 1, 2 herbergi: 30, 3 herbergi:
81, 4 herbergi: 64, 5 herbergi: 77, 6
herbergi: 72, 7 herbergi: 19, 8 her-
bergi: 5. Auk þess eru 90 herbergi án
eldhúss, í kjöllurum og rishæðum. Af
þessum íbúðum er 21 í kjöllurum og
rishæðum án samþykkis byggingar-