Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 162
1953
— 160 —
og nokkru betri verzlun. Harðfiskát
fer því miður minnkandi.
Árnes. Fatnaður er víðast fábrot-
inn, en flestir ganga hlýlega klæddir.
Matargerð er og fábrotin viðast hvar.
Nýmetisskortur er tilfinnanlegur i
sveitinni, en fiskfang fæst að jafnaði
við sjávarsíðuna. Margir munu sjóða
niður kjöt til vetrarins. Litils mun
vera neytt af grænmeti, enda er land-
ið illa fallið til grænmetisræktunar.
Kartöflur spretta hér illa, og er lítið
ræktað af þeim.
Hvammstanga. Fatnaður yfirleitt
þokkalegur. Hinar svo nefndu kulda-
úlpur, fóðraðar loðskinni og með
hettu yfir höfuðið, algengar skjólflík-
ur, notaðar jafnt af konum sem körl-
um.
Dlönduós. Fatnaður hefur batnað á
siðari árum, bæði að útliti og skjóli,
síðan skinnfóðraðir hettukuflar tóku
að tíðkast.
Grenivíkur. Fatnaður hefur litlum
hreytingum tekið, að öðru leyti en
þvi, að skjólfatnaður er nú betri en
áður var, og hann er almennara not-
aður. Á ég þar við, að menn eru nú
almennt klæddir stormjökkum að vetr-
inum. Eru jakkar þessir fóðraðir
skinnum að innan, og eru þetta ágætis
flíkur. Helzt er ábótavant um skjól-
klæði kvenna og þá sérstaklega yngri
kynslóðarinnar. Það er ekki sjaldan,
að ég hcf orðið var við, að klæðnað-
urinn er ekki annað en brjóstahaldari,
buxur, undirkjóll, ef til vill sokkar,
skór og kjólgopi, kápa, og það þótt
kalsaveður sé. Matargerð hefur ekki
tekið neinum breytingum.
VopnafJ. Allir virðast hafa nóg við-
urværi. Börn og unglingar þrífast vel
og eru þroskamikil. Þó tel ég illa far-
ið, hve gamli sveitamaturinn, slátur
og súrmatur, víkur fyrir sælgæti, sós-
um og íburðarmiklu kaffibrauði. Sæl-
gætisát og gosdrykkjaþamb eykst
slöðugt.
Seyðisfí. Fatnaður er nægur, en ekki
mun hann vera sniðinn eftir breiddar-
gráðunni, sem fólkið býr ó. Nýr fisk-
ur upp úr sjó sést hér allt of sjaldan,
en frosinn fiskur er á boðstólum allt
árið. Kaupfélagið hefur komið upp
sæmilegri matarbúð með kælibúri. Eru
þar fáanlegar flestar matartegundir,
sem á markað koma. Mikil þægindi
eru það fyrir heimilin. Gamli súrmat-
urinn fer nú að detta úr sögunni, en
ef til vill er það engin framför. Mjólk
er nú oftast nægileg.
Djúpavogs. Mikil framför í skjól-
fatagerð siðustu ára hefur orðið til
þess, að fólk er farið að klæða sig
betur og kann orðið að meta gæði
þessara ágætu fata. Matargerð óbreytt.
Of mikið er gert að því að steikja og
brasa fisk og kjöt. Sumum finnst þetta
ekki matur, nema hann sé tilreiddur
á þann hátt, en menn gæta þess ekki,
að það bæði skemmir matinn og ekki
sizt maga þeirra að haga matreiðsl-
unni þannig.
6. Mjólkurframleiðsla og
mjólkursala.
Rvík. Á árinu seldi Mjólkursamsalan
17274098 1 mjólkur, 557138 1 af rjóma
og 859557 kg af skyri. Um það bil
helmingur mjólkurinnar var seldur á
flöskum, hitt var selt í lausu máli.
Ekki fengust upplýsingar um það, hve
mikið af mjólkinni fór til neytenda í
Reykjavík, en allmikið magn fór dag-
lega til Hafnarfjarðar, Keflavikur og
víðar. Mjólkurmagnið var nú 2450358
1 meira en árið 1952. Mjólkurþörf hér-
aðsbúa og aðflutningur mjólkur hefur
þvi aukizt allverulega á árinu, en
einnig hefur það áhrif ó mismuninn,
að aðflutningur mjólkur var mjög litill
í desember 1952 vegna verkfalla
þeirra, er þá voru. Mjólkurframleið-
endur, er seldu mjólk beint til neyt-
enda, voru 14. Höfðu þeir samtals 322
kýr.
Hafnarfí. Mjólk, sem seld er í bæn-
um, er nálega öll gerilsneydd i mjólk-
urstöðinni i Reykjavík. Einstöku heim-
ili fá þó mjólk beint frá framleiðend-
um i nágrenni bæjarins.
Borgarnes. Mjólkurbú í Borgarnesi
framleiðir góðar mjólkurvörur; eink-
um er skyr héðan á orði fyrir gæði.
Ólafsvíkur. Mjólkursala til pláss-
anna eykst, en vandamál fara að rísa
með dreifingu og meðferð og geymslu.
Árnes. Mjólk viðast hvar næg i
sveitunum. Við sjávarsíðuna er mjólk