Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 162

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 162
1953 — 160 — og nokkru betri verzlun. Harðfiskát fer því miður minnkandi. Árnes. Fatnaður er víðast fábrot- inn, en flestir ganga hlýlega klæddir. Matargerð er og fábrotin viðast hvar. Nýmetisskortur er tilfinnanlegur i sveitinni, en fiskfang fæst að jafnaði við sjávarsíðuna. Margir munu sjóða niður kjöt til vetrarins. Litils mun vera neytt af grænmeti, enda er land- ið illa fallið til grænmetisræktunar. Kartöflur spretta hér illa, og er lítið ræktað af þeim. Hvammstanga. Fatnaður yfirleitt þokkalegur. Hinar svo nefndu kulda- úlpur, fóðraðar loðskinni og með hettu yfir höfuðið, algengar skjólflík- ur, notaðar jafnt af konum sem körl- um. Dlönduós. Fatnaður hefur batnað á siðari árum, bæði að útliti og skjóli, síðan skinnfóðraðir hettukuflar tóku að tíðkast. Grenivíkur. Fatnaður hefur litlum hreytingum tekið, að öðru leyti en þvi, að skjólfatnaður er nú betri en áður var, og hann er almennara not- aður. Á ég þar við, að menn eru nú almennt klæddir stormjökkum að vetr- inum. Eru jakkar þessir fóðraðir skinnum að innan, og eru þetta ágætis flíkur. Helzt er ábótavant um skjól- klæði kvenna og þá sérstaklega yngri kynslóðarinnar. Það er ekki sjaldan, að ég hcf orðið var við, að klæðnað- urinn er ekki annað en brjóstahaldari, buxur, undirkjóll, ef til vill sokkar, skór og kjólgopi, kápa, og það þótt kalsaveður sé. Matargerð hefur ekki tekið neinum breytingum. VopnafJ. Allir virðast hafa nóg við- urværi. Börn og unglingar þrífast vel og eru þroskamikil. Þó tel ég illa far- ið, hve gamli sveitamaturinn, slátur og súrmatur, víkur fyrir sælgæti, sós- um og íburðarmiklu kaffibrauði. Sæl- gætisát og gosdrykkjaþamb eykst slöðugt. Seyðisfí. Fatnaður er nægur, en ekki mun hann vera sniðinn eftir breiddar- gráðunni, sem fólkið býr ó. Nýr fisk- ur upp úr sjó sést hér allt of sjaldan, en frosinn fiskur er á boðstólum allt árið. Kaupfélagið hefur komið upp sæmilegri matarbúð með kælibúri. Eru þar fáanlegar flestar matartegundir, sem á markað koma. Mikil þægindi eru það fyrir heimilin. Gamli súrmat- urinn fer nú að detta úr sögunni, en ef til vill er það engin framför. Mjólk er nú oftast nægileg. Djúpavogs. Mikil framför í skjól- fatagerð siðustu ára hefur orðið til þess, að fólk er farið að klæða sig betur og kann orðið að meta gæði þessara ágætu fata. Matargerð óbreytt. Of mikið er gert að því að steikja og brasa fisk og kjöt. Sumum finnst þetta ekki matur, nema hann sé tilreiddur á þann hátt, en menn gæta þess ekki, að það bæði skemmir matinn og ekki sizt maga þeirra að haga matreiðsl- unni þannig. 6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala. Rvík. Á árinu seldi Mjólkursamsalan 17274098 1 mjólkur, 557138 1 af rjóma og 859557 kg af skyri. Um það bil helmingur mjólkurinnar var seldur á flöskum, hitt var selt í lausu máli. Ekki fengust upplýsingar um það, hve mikið af mjólkinni fór til neytenda í Reykjavík, en allmikið magn fór dag- lega til Hafnarfjarðar, Keflavikur og víðar. Mjólkurmagnið var nú 2450358 1 meira en árið 1952. Mjólkurþörf hér- aðsbúa og aðflutningur mjólkur hefur þvi aukizt allverulega á árinu, en einnig hefur það áhrif ó mismuninn, að aðflutningur mjólkur var mjög litill í desember 1952 vegna verkfalla þeirra, er þá voru. Mjólkurframleið- endur, er seldu mjólk beint til neyt- enda, voru 14. Höfðu þeir samtals 322 kýr. Hafnarfí. Mjólk, sem seld er í bæn- um, er nálega öll gerilsneydd i mjólk- urstöðinni i Reykjavík. Einstöku heim- ili fá þó mjólk beint frá framleiðend- um i nágrenni bæjarins. Borgarnes. Mjólkurbú í Borgarnesi framleiðir góðar mjólkurvörur; eink- um er skyr héðan á orði fyrir gæði. Ólafsvíkur. Mjólkursala til pláss- anna eykst, en vandamál fara að rísa með dreifingu og meðferð og geymslu. Árnes. Mjólk viðast hvar næg i sveitunum. Við sjávarsíðuna er mjólk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.