Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 183
— 181
1953
í fé hefur ekki orðið vart utan Fnjósk-
ar. Húðprófað var sunnan hennar og
svöruðu nokkrar kindur jákvætt á
Svalbarðsströnd og einum bæ innan
við Laufás, og er sennilegt, að þar
rouni nokkrar kindur sýktar. Bólusett
voru öll lömb og veturgamalt fé gegn
garnaveikinni á því svæði, sem hér er
grunað, og vonast menn til, að bólu-
setningin reynist það vel, að hér vaxi
UPP fjárstofn ónæmur fyrir garna-
veikinni.
Vopnafj. Á næstu árum fer að gæta
hins nýja stofns, sem bólusettur hefur
verið við garnaveiki. Mjög lítið hefur
drepizt af þessum bólusetta stofni, og
sauðfé fjölgar nú mikið i héraðinu.
Garnaveiki og kýlaveiki hafa enn vald-
iÓ miklu tjóni.
Seyðisfí. Ekki áberandi. Aðallega
her á doða í kúm.
Vestmannaeyja. Allmikið bar á doða
1 kúm, en júgurbólga ekki áberandi
raikil. Sauðfé er hraust, enda gengur
Það mikið úti.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
tiorgarnes. Almennar framfarir
jniklar. Vegir lengjast og batna með
hverju ári, sífellt fleiri býli fá sima,
°g rafmagn er komið um mikinn hluta
“oi'garhrepps. Ræktun eykst, og
k°ma nú á hverju ári til nota stór
iún, sem stofnað hefur verið til með
tramræslu undanfarinna ára. Jafn-
iramt eykst bústofn bænda og vel-
1T)egun.
Flateyrar. Jarðabætur með minnsta
^noti, enda, eins og um getur í síðustu
arsskýrslu, los á bændum, og þeir
nyju tæpast búnir að koma sér fyrir.
Suðureyri brann frystihúsið hjá h/f
fsver, og var unnið að því af kappi
að reisa það að nýju, en smáíkveikjur
°g fleiri óhöpp hafa tafið verkið.
Sturla Jónsson kom sér upp frysti-
klefa og tækjum til rækjuvinnslu, en
u>óttaka hefst þegar eftir áramót. H/f
. reyjan lét reisa fiskmóttökuhús, sem
Jafnframt á að salta og geyma í fisk,
nu- 8x16 m að stærð, og ofan á þessu
husi er hjallur, sem tekur ca. 2 tonn
af fiski til herzlu. 3 bátar og 1 togari
gerðir út héðan. Reistur jarðolíutank-
ur hjá umboðsmanni h/f Shell eða h/f
ísfell. Byrjað á nýrri hafskipabryggju.
Simi lagður að öllum bæjum í Önund-
arfirði og simastrengur lagður í jörðu
á Flateyri.
niönduós. Óvenjulega miklar fram-
farir. Allmiklar ræktunarframkvæmd-
ir ineð stórvirkum vélum, vegakerfið
bætt, einkum á Skaga, og steyptir
slöplar að nýrri brú á Vatnsdalsá, ná-
lægt Grimstungu. Reistur sundskáli á
landi sýslunnar á Reykjum á Reykja-
braut, Kvennaskólahúsið á Blönduósi
endurbætt allmjög. Reistur embættis-
bústaður með skrifstofum fyrir sýslu-
ínanninn á Blönduósi. Langstærsta og
dýrasta framkvæmd til almennings-
þrifa var þó bygging hins nýja hér-
aðsspítala á Blönduósi.
Sauðárkróks. í febrúarmánuði var
að mestu lokið framkvæmdum við
hitaveituna og byrjað að veita heita
vatninu i húsin. Reyndist hitaveitan
vel, en vatnsmagnið mun þó enn þá
vera heldur litið fyrir bæinn, ef kuld-
ar væru. Vatnið er rúmlega 60° heitt,
þegar það kemur i húsin, og alls mun
Iiærinn hafa til afnota 15—16 sek-
úndulítra. Síðasta holan, sem boruð
var, gaf mjög lítið vatn, og var þó
borað niður á 250 m dýpi. Verkfræð-
ingar fullyrða þó, að magn heita
vatnsins þarna muni vera allt að 40
sekúndulítrum. Verður sennilega síðar
reynt að bora eftir vatni til viðbótar.
Þykir bæjarbúum mikil þægindi og
þrifnaður af hitaveitunni og þá sér-
staklega húsmæðrum. Flugvöllurinn á
Sauðárkróki hefur verið stækkaður,
svo að hann er nú um 1500 m á lengd,
og er hann raflýstur. Þykja lendingar-
skilyrði svo góð, að hann hefur verið
viðurkenndur sem varaflugvöllur fyrir
millilandaflug. Voru reistar hér í
Slcagafirði 3 miðunarstöðvar til afnota
fyrir flugvélar.
Hofsós. Á árinu var tekinn í notkun
snjóbíll, sem Fljótamenn og héraðs-
læknir keyptu í sameiningu. Tel ég
bil þenna vera til mikils öryggis fyrir
fólkið i Fljótunum, bæði til læknis-
vitjana og sjúkraflutninga. Þessi sveit,
Fljótin, er alveg ótrúlegt snjóapláss, ef
miðað er við aðrar byggðir Skaga-
fjarðar. Er það ekki óalgengt, að ekk-