Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 193
191 —
1953
Sami læknir skoðaði slasaða enn
liinn 14. janúar 1953. Um þá skoðun
segir svo, að loknum inngangsorðum
pg útdrætti úr fyrri vottorðum, í lækn-
isvottorði, dags. 18. s. m.:
„Sjúklingurinn mætti til skoðunar
tjá mér á Landspítalanum 14. janúar
Kvartanir: Er ekki enn þá byrjaður
að vinna, eftir að hann slasaðist, vegna
þess að hann treystir sér ekki til
að vinna neitt, sem hann þarf að
standa við. Kvartar um, að hann sé
máttlítill í fætinum og eigi bágt með
að stjórna honum.
Sjúkl. segist oft hafa verk i hægri
ganglim, bæði í hné og ökla, einkum
yið stöður, en einnig á nóttunni. Eng-
ínn verkur i vinstri ganglim.
Sjúklingurinn gengur með teygju-
i*indi um hægra hné, en er ekki með
aðrar umbúðir.
Objectivt:
Gangur: Gengur við einn staf. Sting-
uf mjög við á hægra fæti. Við skoðun
sest 10°—15° valgus á hægra hné.
Samkvæmt þessu prominerar hægra
nné meira medialt en vinstra. Nokkur
bólga er kringum patella, þannig að
konturur hennar eru sléttar út. Ekki
ern önnur deformitet áberandi á fót-
unum, nema pes planovalgus, sem er
avipaður á báðum fótum.
Eitur og hiti húðar er eðlilegur og
eins á báðum.
Lateralt á hægra hné sést 12 cm
i®ngt ör eftir skurðaðgerðina. Er það
alveg gróið og eðlilegt, ekki vaxið fast
Vlð undirliggjandi vef, ekki aumt.
Engin eymsli á hnénu við palpation.
Engin vökvaaukning í hnénu. Ummál
ue8gja hnjáa eins.
Lengd extremitetanna mælist eins
yá spina iliaca ant. sup. að malleolus
mternus.
Stjnileg vöðvaatrofi er á hægra læri,
°g mælist lærið 2 cm grennra en
^jnstra, þegar mælt er 16 cm ofan við
efri rönd patella. Hægri kálfi er 1 cm
gfennri en vinstri. Ummál öklaliða
eins.
Jireyfingar i báðum mjaðmarliðum
eðlilegar.
Hreyfing i hægra hné: 170°/80° (i
vinstra 180°/60°). Talsvert hliðarlos
er i hægra hné, en ekkert í vinstra.
Öklaliðir: Dorsalflexion í hægri 15°
minna en í vinstri. Plantarflexion jafn-
mikil báðum megin. Pronation og su-
pination jafnmikil á báðum.
Kraftar í hægra ganglim eru á að
gizka V2 á móti vinstri. Reflexar eðli-
legir og eins báðum megin.
Ályktun:
1. Vinnuhæfni: Sjúklingurinn er ó-
fær til verkamannavinnu, eins og heil-
brigðisástand hans er nú, vegna verkja,
kraftleysis og úthaldsleysis, sem jafn-
vel er honum bagalegt nú, þótt hann
vinni ekki, en sem vissulega mundi
versna við áreynslu.
2. Datahorfur: Ekki tel ég liklegt,
að sjúklingnum muni batna verulega
úr þessu. Hnéð kann þó að liðkast og
kraftar að aukast eitthvað úr þessu,
ef sjúkl. getur farið vel með sig. Hins
vegar er ákaflega líklegt, að bólga og
gigt muni sækja á hnéð, þegar frá líð-
ur, og við erfiði.“
Á grundvelli framangreindra lækn-
isvottorða var örorka slasaða metin af
..., starfandi lækni i Reykjavík.
Læknisvottorð hans er dagsett 27.
janúar 1953 (rskj. 8), og er niður-
staða hans á þessa leið:
„Til álita kemur: í fyrsta lagi þau
atriði, sem ekki er líklegt, að taki
breytingum. Það er beinbrotið með
stallmyndun inni í hnéliðnum og togn-
un á liðböndum, er gefur slettilið að
einhverju leyti og ranga stefnu á fót-
leggnum. í öðru lagi þær breytingar,
sem án efa eiga eftir að batna. Þar
ber að nefna rýrnun vöðva, er komið
hefur af áreynsluleysi. Öklaliðshreyf-
anleiki ætti einnig að verða svipaður
hægra megin eins og vinstra megin.
Ekki þætti mér heldur ósennilegt, að
full rétting á hægra ganglim ætti að
nást, þegar slasaði fer að þola að
reyna á gangliminn.
Það, sem á hinn bóginn stafar hætta
af fvrir slasaða, eru liðbrej’tingar, er
valdið gætu stirðnun í liðnum, þegar
timar líða. Um það verður engu spáð,
en það fer, eins og allur bati slasaða,