Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 194
1953
— 192
mest eftir þvi, hversu duglegur hann Örorka vegna slyssins telst hæfilega
er að beita fætinum. metin:
Fyrir 3 mán. fyrst eftir slysið ..... 100 % örorka.
— 1 — þar á eftir ............ 85 % —
— 1 —--------— ............... 75% —
— 1 —------— .................. 60 % —
— 1 — — - — ............... 55% —
— 1 —--------— ............... 50% —
— 2 —--------— 45% —
— 2 —--------— ............... 40% —
— 1 —--------— ............... 35 % —
Því næst 25% örorka í 6 mánuði
og úr því 15% varanleg örorka. Ef
ske kynni, aS taka þyrfti nagla þann,
er settur var í legginn, verSur eðlilega
að taka tillit til þess legutíma."
Síðast nefndur læknir skoðaði slas-
aða af nýju hinn 21. maí 1954. Um þá
skoðun segir svo að loknum inngangs-
orðum í læknisvottorði, dags. 23. s. m.
(Rskj. nr. 16):
„Samkvæmt upplýsingum slasaða
nú hefur hann unnið dútlstörf við
harðfiskvinnslu, og um tveggja mán-
aða skeið vann hann að vaktgæzlu
fyrir S. í. S. á s. 1. vetri. Hann segist
vera algerlega ófær til árejmslustarfa
og eiga mjög erfitt með gang og stöð-
ur. Einnig kvartar hann verulega um
þrautir i h. öklaliðnum, og hefur hann
að jafnaði verki bæði i hnéliðnum
hægri og öklaliðnum sama megin.
Skoðun: Maður í meðalholdum,
fremur hár. Þegar hann gengur, skýt-
ur hann hægra ganglimnum út á við
og hlífir honum greinilega við líkams-
þunganum. Auðséð er af göngulaginu
og stefnu fótarins, að hann hefur
bæklaðan ganglim. Við almenna skoð-
un var ekkert sérstakt athugavert, er
mál þetta varðar.
H. ganglimur: Þegar gerður er sam-
anburður á ganglimunum, sést mikill
munur á útliti þeirra. Lærvöðvar eru
slappir h. megin og aðeins rýrari.
Munar 1 cm, hvað þeir eru rýrari en
vinstra megin. Kálfarnir eru svipaðir
að gildleika. Mikill þroti er i liðpoka
hægra hnéliðsins og einkum innan-
vert. Jafnframt er mikil sveigja þann-
ig, að lærleggurinn stefnir óeðlilega
mikið inn á við, en fótleggurinn þvert
á móti út á við (valgusstilling). Hann
nær eðlilegri réttingu, en beygir í 85°
horn. Sveigjan út á við frá réttum ási
mælist um 20°.
Mikið ilsig er á hægra fæti, en jafn-
framt er vindingur á fætinum um
liðamótin út á við (pes planovalgus
dx.). Slasaði staðhæfir, að þessi breyt-
ing hafi orðið á fætinum eftir slysið
og að hún bagi sig mjög við gang og
stöður. Hreyfanleiki er eðlilegur og
óhindraður i öklaliðnum. Innri ökla-
hnjóturinn er skammt frá gólfinu,
þegar slasaði hvílir á fætinum. Á
vinstra fæti er ilin lág, en ekki er
hægt að telja, að hann hafi ilsig, og
öklaliðurinn er þeim megin eðlilegur.
Reflexar eru eðlilegir. Kraftar eru
heldur minni í hægra ganglim, en
nokkuð erfitt að dæma um það.
Ályktun: Við samanburð á ályktun
i vottorði mínu frá 27. janúar 1953,
varðandi slysið, og skoðuninni nú
sést eftirfarandi:
1. Hnéliðsbreytingarnar eru svipaðar
og þar var ráð fyrir gert. Þó er
sveigjan aðeins meiri i liSnum en
hún mældist 1953.
2. Vöðvaþrótturinn er að færast í það
horf, er ráð var fyrir gert.
3. Ilsigið og sérstaklega vindingurinn
(valgusstillingin) um öklaliðinn er
meiri en þar var gengiö út frá við
matsgerðina og beinlinis ekki talið
með nema að litlu leyti.
Samkvæmt matsgerðinni þ. 27. jan.
1953 er gert ráð fyrir, að örorkan sé
þ. 9. febrúar 1953 komin ofan i 35%
örorku, og tel ég þá matsgerð nokkurn
veginn eðlilega þangað að. En í sam-
ræmi við skoðun mína nú tel ég, að
i