Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Qupperneq 198
1953
— 196
12. nóvember 1953, um ákærða, þ. á
m. um heilarit það, sem yfirlæknirinn
lét framkvæma. Beiðzt er álits á and-
legum þroska og heilsu ákærða al-
mennt, en sérstaklega á andlegu á-
standi hans hinn 10. október 1953, er
hann framdi athafnir þær, sem ákæra
i máli þessu tekur til.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð treystir sér ekki til að
láta í ljós neitt álit um heilarit það,
sem dr. med. Helgi Tómasson lét gera,
þar sem engir aðrir en hann og á
hans vegum sonur hans, Tómas lækn-
ir, fást nú við slíkar rannsóknir hér
á landi.
Læknaráð er samþykkt niðurstöðu
dr. med. Helga Tómassonar um and-
legan þroska og heilsu ákærða al-
mennt, svo og því, sem hann segir um
andlegt ástand hans hinn 10. október
1953.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 26. marz 1955,
staðfest af forseta og ritara 16. apríl
s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Með dómi Hæstaréttar, kveðn-
um upp 3. maí 1955, var ákærði, R. H., dæmd-
ur í 6 ára fangelsi, sviptur kosningarrétti og
kjörgengi til opinberra starfa og annarra al-
inennra kosninga og sviptur ævilangt rétti til
að eiga og hafa í vörzlum sínum skotvopn.
Honum var og gert að greiða allan kostnað
sakarinnar, þar með talin laun sækjanda og
verjanda fyrir Hæstarétti, kr. 3000.00 til
livors.
6/1955.
Sakadómari í Reykjavík hefur með
bréfi, dags. 16. marz 1955, samkvæmt
úrskurði, kveðnum upp í sakadómi
Reykjavíkur s. d., leitað umsagnar
læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæru-
valdið gegn R. F. K.
Málsatvik eru þessi:
1. Þau, er greinir i læknaráðsúr-
skurði, dags. 15. júni 1951, í máli á-
kæruvaldsins gegn R. F. K.
2. Hinn 22. október 1954 var höfð-
að opinbert refsimál gegn sama R. F.
K. fyrir að hafa:
I. Á síðastliðnu vori tekið í leyfis-
leysi nokkra notaða lyfseðla hljóðandi
á amfetamín frá S. H. G., ..., að heim-
ili hans ... hér í bæ, afmáð af þeim
með þar til gerðu efni orðið „ógilt“,
er stimplað hafði verið á þá, framvísa
þeim svo í lyfjabúðum hér í bænum
og fá þannig afhent nefnt lyf, sem
hann notaði til nautnar. Telst ákærði
R. F. með þessu atferli sínu hafa gerzt
sekur um skjalafals samkvæmt 1. mgr.
155. gr. almennra hegningarlaga nr.
19/1940.
II. Síðastliðið sumar, 1954, senni-
lega fyrri hluta júlímánaðar, fengið
meðákærða Ó. M. E. til þess að falsa
fyrir sig bæði á heimili nefnds S. H.
og í Landspítalanum sjö lyfseðla
hljóðandi á greint lyf og undirrita þá
með nafni ..., læknis, ... hér í bæ,
framvísa lyfseðlum þessum í lyfja-
búðum hér í bænum og i Hafnarfirði
og fá þannig lyfið afhent samkvæmt
sex þessara seðla. Teljast þessi brot
ákærða R. F. og varða við nefnt laga-
ákvæði.
3. í málinu liggja fyrir umsagnir
lækna, sem hér greinir:
1 greinargerð ..., sérfræðings í
tauga- og geðsjúkdómum í Reykjavík,
dags. 11. april 1954, um geðheilsu á-
kærða, R. F. K., segir svo:
„R. F. K. er fæddur í Reykjavík 3.
des. 1921. Hann er ókvæntur verka-
maður og nú talinn til heimilis að . . •
í marz—apríl 1951 athugaði ég geð-
rænt heilsufar R., sem þá dvaldist í
hegningarhúsinu í Reykjavík. Sendi
ég um það greinargerð, sem er dag-
sett 3. apríl 1951, og vísa ég til henn-
ar. Hér skal aðeins tekið fram, að ég
áleit R. geðveilan mann (psykopat)
og enn fremur að liann á vissu tíma-
bili (á árunum 1945 og 1946) hafi
verið haldinn geðveiki í þrengri merk-
ingu þess orðs (psychosis), og að or-
sök þeirrar geðbilunar hafi verið of-
nautn amfetamíns. Loks réð ég til í
þessari greinargerð, að hann yrði til
reynslu látinn laus úr gæzluvist.
9. febr. s. 1. úrskurðar fulltrúi saka-
dómara, að R. F. K. skuli handtekinn
j