Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Qupperneq 206
1953
— 204 —
bandi og utan hjónabands, án þess að
geta við þeim börn. Kveðst hann hafa
þráð það að eignast börn með þessum
konum, en ekki tekizt. Hann er fjór-
lcvæntur. Fyrst kvæntist hann árið
1919 og eignaðist tvö börn í þvi hjóna-
bandi, en hjónin skildu eftir fjögurra
ára hjúskap. Árið 1926 kvæntist hann
i annað sinn, en skildi við þá konu
árið 1932, eftir að þau höfðu eignazt
5 börn saman. Siðan kveðst kærður
ekki hafa eignazt börn, þótt hann telji
sig hafa reynt talsvert til þess.
í málinu liggur fyrir vottorð Rann-
sóknarstofu háskólans, undirritað af
prófessor Niels Dungal, dags. 26. ágúst
1955, svohljóðandi:
„Samkvæmt beiðni yðar, herra
sakadómari, hef ég rannsakað sæði
frá Y., f. 16. janúar 1898.....Eftir
fyrirmælum frá mér kom maðurinn
með sæðið i smokk kl. 10 í morgun,
og var smokkurinn með innihaldinu i
látinn í hitabrúsa með 30 stiga heitu
vatni i.
Sæðið mældist alls 0,55 ccm. Það er
livítgráleitt, þunnt, vatnskennt. Með
smásjárrannsókn sést mikið af sper-
roatozoum í því, en þeir eru allir
hreyfingarlausir. Hausar þeirra eru
flestir eðlilegir að lögun, perumynd-
aðir, og ber lítið á vansköpuðum haus-
um, svo að óvenjuleg form nema ekki
nema um 10%. Fjöldi spermatozoanna
er um 10 milljón per ccm.
Ályktun: Sæðið er óvenjulega lítið
að vöxtum, ekki nema 0,55 ccm í stað
2—9 ccm, eins og venjulegt er. Það er
vatnsþunnt, en ekki hlaupkennt, eins
og eðlilegt er. Fjöldi spermatozoanna
er 6—10 sinnum minni pr. ccm held-
ur en eðlilegt er og ca. 5 sinnum
minni en almennt er talið nauðsynlegt
til frjóvgunar. Þá eru spermatozoarnir
ólireyfanlegir, en þar sem sæðið var,
samkvæmt upplýsingum mannsins, frá
kl. 3 í nótt eða 7 klst. gamalt, er ekki
mikið leggjandi upp úr óhreyfanleik-
anum.
Að öllu þessu athuguðu liggur næst
að álykta, að frjósemi mannsins sé
mjög minnkuð frá þvi sem eðlilegt er,
og sjaldgæft mun, að menn með svo
lélegt sæði geti frjóvgað konu. En þar
sem fjöldi spermatozoanna er þó þetta
mikill og þeir eru ekki áberandi van-
skapaðir, verður að teljast mögulegt,
að maðurinn geti frjóvgað konu.“
Engin gögn liggja fyrir um meðferð
sæðisins, frá því að það var tekið og
þangað til það var afhent á Rann-
sóknarstofu háskólans. Svo virðist
sem maðurinn sé einn til frásagnar
um það, að sæðið sé úr honum sjálf-
um.
Úrskurður um, að mál þetta skuli
lagt fyrir læknaráð, er byggður á því,
að kærður sjálfur hefur vefengt það
atriði álitseerðar Rannsóknarstofu há-
skólans, að mögulegt sé, að hann geti
frjóvgað konu.
Við meðferð málsins i réttarmála-
deild vék prófessor Niels Dungal sæti
i deildinni, en í stað hans kom próf-
essor dr. med. Júlíus Sigurjónsson.
Málið er lagt fyrir læknaráö
á þá leið,
að beiðzt er álits um það, hvort ráðið
telji möguleika á, að kærður geti
frjóvgað konu eða hafi getað það á
getnaðartima barns kæranda.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ráðið telur, að niðurstaða rann-
sóknar þeirrar, sem hér ræðir um, úti-
loki ekki, að sáðgjafi geti frjóvgað
konu eða hafi getað það á getnaðar-
tíma barnsins.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 22. nóvember
1955, staðfest af forseta og ritara 9.
desember s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykja-
víkur, kveðnum upp 28. desember 1955, var
Y dæmdur faðir barns X og honum gert að
greiða meðlag með því frá fæðingu til fulln-
aðs lö ára aldurs þess. Y var einnig gert að
greiða fæðingarstyrk til X og tryggingargjald
liennar fyrir árið 1955. Y var og gert að greiða
málskostnað, svo sem venja er.
19/1955.
Borgardómari í Reykjavik hefur
með bréfi, dags. 18. október 1955,
samkvæmt úrskurði, kveðnum upp á