Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 70
1962
— 68 —
var megnið af því í eðli sínu magnaukning. Þorskaflinn minnkaði
nokkuð af völdum samdráttar togaraaflans, en þorskafli báta jókst lítið
eitt. Síldaraflinn jókst um 47% og fiskafli alls um 17%. Iðnaðarfram-
leiðsla fyrir innlendan markað náði sér aftur upp eftir hnignunina árið
á undan, sem að talsverðu leyti stafaði af verkfalli það ár, og nam þessi
sveifla til minnkunar og aukningar um 6—8%. Byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð jókst alls um 15%. Utanríkisviðskipti jukust mjög
mikið, útflutningur vöru og þjónustu um 22% og innflutningur um
20%, hvort tveggja reiknað sem magnaukning á föstu verðlagi. Heildar-
útflutningur var meiri en heildarinnflutningur, þannig að viðskipta-
jöfnuður varð hagstæður um 355 millj. kr. Verðmætaráðstöfun þjóðar-
innar, þ. e. heildarnotkun vöru og þjónustu, var minni en þjóðarfram-
leiðsla, sem svaraði sömu upphæð. Sökum hagstæðs jafnaðar á hreyf-
ingum erlendra lána jókst gjaldeyrisforði bankanna um mun hærri
upphæð, 624 millj. kr. Aukning meðalmannfjölda ársins nam 1,7% frá
fyrra ári, og hefur því þjóðarframleiðsla á mann aukizt um 6,1% frá
fyrra ári. Talsverð aukning varð á vinnuálagi almennt. Áætlað er, að
ársvinnutími verkamanna í Reykjavík hafi orðið um 7% lengri en árið
áður, og stendur það að nokkru í sambandi við það, að fyrra árið
rýrðist af löngu verkfalli. í árslok 1961 var skipuð þingnefnd til þess
að rannsaka áhrif hins langa vinnutíma á starfsþrek og heilsu verka-
fólks og aðstöðu þess til menningarlífs og til þess að gera tillögur til
úrbóta. Samningsbundið kaup verkafólks og iðnaðarmanna, miðað við
fastan vinnutíma, hækkaði um 13,7% frá meðaltali ársins á undan.
En þar sem vísitala framfærslukostnaðar hækkaði nm 10,9%, varð
hækkun kaupmáttarins ekki nema 2,5%. Atvinnutekjur kvæntra verka-,
sjó- og iðnaðarmanna hækkuðu mun meira, eða um 10,3%, sé miðað við
ráðstöfunartekjur, að frádregnum sköttum og viðbættum fjölskyldu-
bótum, á föstu verðlagi. Einkaneyzlan, að meðtöldum kaupum varan-
legra muna svo sem einkabifreiða, jókst að magni um 9,8%, eða um
8,0% á mann. Samneyzla, þ. e. stjórnsýsla, réttargæzla, menntun og
almenn heilsugæzla, sem hið opinbera lætur í té, jókst um 7,1%. Fjár-
festingin jókst mikið. Að vísu minnkuðu birgðir útflutningsafurða og
bústofn um 100 millj. kr. alls. En fjármunamyndunin jókst um 16,9%.
Mest varð aukningin í fjármunamyndun atvinnuveganna 18,5%, þar næst
í mannvirkjum og byggingum hins opinbera 17,3%, en í byggingu íbúðar-
húsa 12,7%. Byggingar hins opinbera jukust minna en önnur mann-
virki þess, eða um 5,2%. Áætlað er, að bygg'ing sjúkrahúsa og sjúkra-
skýla hafi numið 40,4 millj. kr. Var það 61% meira að magni en
áætlun ársins á undan sagði til um.1)
1) Frá Efnahagsstofnuninni.