Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 191
189 —
1962
„Ég vísa til bréfs yðar, dags. 19. þ. m. Ég er yður sammála, að rétt sé
að athuga málið nánar, áður en borgaðar eru örorkubætur. Hef ég rætt
þetta mál við ... lækni, sem hefur haft góð orð um að líta á sjúklinginn,
og mun ég láta yður vita síðar, hvenær það má verða. Hugsanlegt tel ég,
að uppgefinn höfuðverkur sé ekki afleiðing af heilahristingi, heldur svo-
kölluð trigeminus nevralgi, sem komi af skaða á tilfinningartaug and-
litsins (3. heilataugin eða nervus trigeminus), og tel ég nauðsynlegt að
fá úrskurð sérfræðings um þetta atriði. Slíkan verk er hugsanlegt að
lækna með skurðaðgerð eða alkóhólsprautu í tauginga.“
Frekari læknisfræðileg gögn liggja eklci fyrir um stefnanda.
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um eftirtalin atriði:
1. Hvort læknaráð fallist á mat Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis,
dags. 18. maí 1963, þar sem metin er tímabundin og varanleg örorka
M. E-dóttur, stefnanda máls þessa, af völdum slyss þess, er málið
fjallar um.
2. Fari svo, að læknaráð fallist ekki á greint örorkumat, óskast álit þess
um það, hver teljist hæfilega metin öroka stefnanda M. E-dóttur af
völdum nefnds slyss.
Tillaga réttarmáladeildar um álgktun lælcnaráðs:
Ad. 1. Læknaráð fellst á mat Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis,
dags. 18. maí 1963, um tímabundna og varanlega örorku M. E-dóttur.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 26. maí 1964,
staðfest af forseta og ritara 14. júlí s. á. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Málið var fellt niður 24. sept. 1964, þar sem aðilar munu hafa samið
um bætur.
5/1964.
Armann Kristinsson, sakadómari í Reykjavík, hefur með bréfi, dags.
18. desember 1963, leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæru-
valdið gegn S. J-sen.
Málsatvik eru þessi:
1. Þau, er greinir í læltnaráðsúrskurði nr. 3/1962.
2. Á dómþingi sakadóms Reykjavíkur 21. september 1962 er eftirfar-
andi bókað eftir hrl. Ólafi Þorgrímssyni skipuðum verjanda ákærða:
„I lilefni af framhaldsrannsókn þeirri, er fram hefur farið í málinu,
óskar skjólstæðingur minn að taka fram, að hann hafi árum saman haft