Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 112
1962
110 —
auga. 1 sjúklingur var með herpes corneae, og var gerð abrasio corneae.
4 börn fundust með strabismus convergens, og fengu þau gleraugu.
Ekkert nýtt glákutilfelli fannst í ferðinni.
V. Ónæmisaðgerðir.
Tafla XVIII.
Frumbólusettir gegn bólusótt voru 11756. Kunnugt var um árang-
ur á 8462, og kom bóla út á 7481 þeirra, eða 88,4%. Endurbólusettir
voru 4942. Kunnugt var urn árangur á 2983, og kom út á 2370 þeirra,
eða 79,5%. Aulcabólusetning fór fram á 26952. Kunnugt var um árang-
ur á 7914, og kom út á 5462, eða 69,0%. Þessi mikla bólusetningarhrota
stafaði af því, að bólusótt kom upp í Bretlandi og Þýzkalandi, og var
hér á landi haldið uppi opinberum farsóttavörnum gegn henni frá því
um miðjan janúar og fram undir vor. Um aðrar ónæmisaðgerðir vísast
til viðeigandi taflna.
Rvík. Fyrstu mánuði ársins var mikið um kúabólusetningar vegna
bólusóttar, sem upp kom í Englandi og Þýzkalandi kringum áramótin.
Samkvæmt fyrirmælum landlæknis var haldið uppi eftirliti með áhöfn-
um og farþegum skipa og flugvéla, er komu frá útlöndum, frá því um
miðjan janúar til 24. maí. Nokkrir læknakandídatar aðstoðuðu við eftir-
lit þetta. Almenningi var gefinn kostur á bólusetningu í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur. Bólusettir voru margir starfshópar, ýmist eftir ábend-
ingum frá borgarlækni (starfslið sjúkrahúsa, flugfélaga og flugvallar,
slöklcviliðsmenn, tollverðir og hafnsögumenn) eða að eigin ósk (áhafnir
skipa, starfsmenn ýmissa fyrirtækja).
Álafoss. Talsvert bólusett við kúabólu, barnaveiki, kikhósta, stif-
krampa og mænusótt.
Stykkishólms. Einn drengur 6 ára fékk vaccinia generalis, er hann var
frumbólusettur. Auk bólu þeirrar, sem hann fékk á bólusetningarstað,
fékk hann týpiska kúabólu á 8—10 stöðum víðs vegar á líkamanum.
Var þó ekki tiltakanlega veikur. í Grafarnesi var ég svo óheppinn, að
inflúenzufaraldur hófst, rétt eftir að ég kúabólusetti nokkur börn, svo
að sum þeirra voru samtímis veik af inflúenzu og kúabólu. Ekkert
slys varð þó að, og börnin virtust ekki verða veikari en venja er til.
Þingeyrar. Óvenjumikið var um kúabólusetningu vegna kúabólufar-
aldursins, sem gekk á árinu í Bretlandi og víðar.
Húsavíkur. Um haustið komu hingað dr. Black, læknir frá Ameríku,
og frk. Margrét Guðnadóttir, læknir frá Keldum, til þess að gera hér
allvíðtækar tilraunir með bólusetningu gegn mislingum. Einkum var
bólusett fullorðið fólk, enda óvenjumikið af fullorðnu og jafnvel gömlu