Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 152
1962
— 150 —
Álafoss. Heilbrigðisnefndir eru nú í öllum hreppum héraðsins, og
hafa þær látið nokkur mál til sín taka. Heilbrigðisnefndin í Mosfells-
sveit hefur nú nýlokið samningu nýrrar heilbrigðisreglugerðar fyrir
Mosfellshrepp og fengið hana staðfesta. Munu slíkar samþykktir einnig
vera í undirbúningi í hinum hreppunum.
Akranes. Heilbrigðisnefnd kom saman öðru hverju og reyndi að fá
bætt úr því, er aflaga fór innan hennar verkahrings.
Flate.yrar. Heilbrigðisnefnd fer eftirlitsferðir haust og vor og gerir
tillögur til úrbóta og krefst lagfæringar á ýmsu, sem betur má fara.
Suðureyrar. Störf heilbrigðisnefndar hafa aðallega verið fólgin í á-
skorunum til yfirvalda og atvinnurekenda á staðnum um aukinn þrifnað
og ýmiss konar úrbætur. Ennfremur hafði hún hönd í bagga með þrif-
um hjá einni fjölskyldu. Annars hefur það torveldað störf nefndarinnar
til þessa að hafa ekki heilbrigðissamþykkt á bak við sig.
Hvammstanga. Heilbrigðisnefnd Hvammstangahrepps hélt a. m. k. 1
fund, og fjallaði sá um kvörtun varðandi Mjólkurstöðina.
Sauðárkróks. Heilbrigðisnefnd Sauðárkróks hefur auglýst hreinsun á
lóðum og lendum hvert vor og farið í eftirlitsferðir um bæinn.
Akureyrar. Heilbrigðisnefnd hélt fundi, þegar tilefni gafst til.
Keflavíkur. Aðalverkefnið utan Keflavíkur hefur verið að fá samþykkta
heilbrigðissamþykkt fyrir hreppana hér í kring. Hefur málið verið lagt
fyrir viðkomandi hreppsnefndir, en þar hefur það legið til þessa.
Hafnarfj. Heilbrigðisnefnd hélt nokkra fundi á árinu.
Kópavogs. Heilbrigðisnefnd hélt fundi, eftir því sem verkefni var til.
2. Húsakynni og þrifnaður. Meindýr.
Rvík. Aukning á íbúðarhúsnæði á árinu, nýbyggingar og viðaukar,
nam 196124 m3. í þessum húsum eru alls 535 íbúðir, sem skiptast þannig
eftir herbergjafjölda: 1 herbergi 4, 2 herbergi 94, 3 herbergi 196, 4 her-
bergi 220, 5 herbergi 61, 6 herbergi 18, 7 herbergi 4, 9 herbergi 1, og
auk þess 63 einstök herbergi. Meðalstærð íbúða, byggðra á árinu, var
um 325 m3. Lokið var byggingu skóla, félagsheimila, kvikmyndahúsa
o. fl. að rúmmáli samanlagt 50678 m3, verzlunar-, skrifstofu- og iðnaðar-
húsa 105812 m3 og geyma, geymsluhúsa, bílskúra o. fl. 83555 m3. Eftir
efni skiptast húsin þannig: Úr steini 421688 m3, úr járni 8969 m3, úr
timbri 5512 m3, samtals 436169 m3. í árslok voru í smíðum 844 íbúðir,
og voru 416 þeirra fokheldar eða meira. Á vegum Vatnsveitu Reykja-
víkur og heilbrigðiseftirlitsins eru reglulega tekin sýnishorn. Á árinu
var tala þessara sýnishorna 153, og af þeim reyndust 23 gölluð. Kerfis-
bundið eftirlit er með öllu holræsakerfi borgarinnar. AIls bárust 3600
slíkar kvartanir. Hreinsunardeild borgarinnar, sem lýtur stjórn borgar-
verkfræðings, annast sorphreinsun, hreinsun á götum, holræsum, salern-
um og lóðum, svo og eyðingu á rottum, dúfum og köttum. Samkvæmt