Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 93
— 91 —
1962
fyrr en barnið fékk útbrot, og hugðu þeir barnið hafa mislinga. Var það
sem sagt moribund, þegar ég kom á vettvang, og tókst að halda í því
lífinu í sólarhring.
Húsavíknr. Skráð 5 tilfelli af meningitis. 4 þessara tilfella komu sem
fylgikvilli umgangsveiki þeirrar, er hér gekk í desember. Eingöngu voru
skráð þau tilfelli, þar sem sjúklingar höfðu allörugg einkenni um
meningitis. Auk þessara tilfella fundust nokkur tilfelli með vægum
einkennum um meningismus í sambandi við ofannefnda umgangsveiki.
Austur-Egilsstaða. Meningitis purulenta: 2 tilfelli á árinu. Teljast
með sterkum líkum m. meningococcica. — Diagnosis (m. purulenta)
staðfest með rannsókn á mænuvökva. Bæði tilfellin voru meðhöndluð
hér í sjúkraskýlinu með góðum árangri. í öðru tilfellinu (1% árs stúlka)
sáust intracelluler diplococcar í blóðstroki og mænuvökva.
Eskifi. 2 ára drengur fékk meningitis, sennilega af balcteriuuppruna
(pneumococcus?). Var mjög veikur í 3 sólarhringa. Mikil snjókoma var
um þetta leyti og allir vegir ófærir. Varð þvi að stunda drenginn í heima-
húsi. Hann náði sér alveg.
Búða. 2 sjúklingar. Höfðu báðir orðið fyrir vosi og talsverðum hrakn-
ingum.
16. Mislingar (085 morbilli).
Töflur II, III og IV, 16.
1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962
Sjúkl. .. 396 6573 1214 7 12 2701 4401 5 8 3111
Dánir 1 7 „ „ „ 1 2 „ „ 3
Faraldur gekk síðustu mánuði ársins og fór í vöxt fram til áramóta.
Flestir héraðslæknar, sem á veikina minnast, telja hana hafa verið
fremur væga. Þeir þrír menn, sem létust úr veikinni, virðast allir hafa
verið úr Kópaskershéraði, sbr. ummæli héraðslæknis hér á eftir. Veikin
er skráð í þorra læknishéraða.
Rvík. Komu upp í Reykjavík seint í apríl og virðast hafa borizt hingað
frá Bandaríkjunum. Þeir breiddust lítt út fyrr en um haustið og náðu
hámarki í desember. Veikin var væg.
Álafoss. Talsvert bar á mislingum í september—desember. Ekki var
veikin sérlega slæm, engin dauðsföll.
Regkhóla. Skráð sumarmánuðina. Var víst vægur faraldur.
Höfða. Gengu í marz og fram i aprílmánuð, en voru fremur vægir.
Sauðárkróks. Komust í héraðið, en breiddust ekki út að ráði.
Hofsós. Bárust frá Þingeyjarsýslu i byrjun september, fóru sér mjög
hægt og bárust litið út fyrir Hofsóskauptún.
Húsavíkur. Varð fyrst vart í bænuni í ágústmánuði. Þeir hafa siðan
verið til í bænum, venjulega 1—2 tilfelli í senn. Enn hefur ekki verið
um faraldur að ræða.