Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 161
159 —
1962
Alcureyrar. Heilbrigðisfulltrúi tekur hér við og við matvæla- og vatns-
sýnishorn og sendir til rannsóknar til Atvinnudeildar Háskólans í
Reykjavík.
Laugarás. Héraðslæknir fékk fyrirmæli um mánaðarlegt eftirlit í fjós-
um þeim, sem selja mjólk beint í heimavistarskólana til neyzlu. Á bæ
þeim, sem seldi mjólk til barnaskóla Hrunamanna, hafði verið viðloð-
andi júgurbólga í kúm, sem ekki hafði tekizt að uppræta. Var þá ákveð-
ið í samráði við viðkomandi bónda að taka upp neyzlu gerilsneyddrar
mjólkur frá MFS. Sýndi bóndinn fullan skilning á málinu. Mjög háir
það eftirlitinu, hve erfitt er að koma frá sér sýnishornum til þeirra
stofnana, sem annast rannsóknir á þeim. Er naumast um annað að ræða
en flytja þau sjálfur til Reykjavíkur.
5. Mjólk.
Hér fer á eftir skýrsla mjólkureftirlitsmanns ríkisins um mjólkur-
vinnslu mjólkurbúa.
Innvegin Minnkun eða I. II. III. IV.
mjólk aukning frá gæða- gæða- gæða- gæða-
(kg) fyrra ári flokkur flokkur flokkur flokkur
Mjólkurstöðin í Reykjavík 6 734 760 1,96% 4- 81,49% 16,53% 1,92% 0,07%
Mjólkurstöð Kaupfélags S.-Borgíirð-
inga, Akranesi 1 715 303 6,16% 4- 74,27% 21,71% 3,91% 0,11%
Mjólkursamlag Rorgf., Borgarnesi .. 8 865 727 14,25% + 88,02% 10,85% 1,11% 0,01%
(I. og II.)
Mjólkurstöð Kaupielags ísf., ísafirði 1 452 879 8,96% + 94,95% 4,12% 0,92%
Mjólkursamlag Kaupfél. V.-Húnvetn-
inga og Hrútf., Hvammstanga . .. 2 314 468 21,11% + 86,63% 10,54% 2,55% 0,28%
Mjólkursamlag Húnvetn., Blönduósi 3 162 165 10,09% + 66,31% 28,55% 4,71% 0,43%
Mjólkursamlag Skagf., Sauðárkróki .. 4 900 544 15,79% + 86,81% 10,26% 2,59% 0,34%
Mjólkursamlag Kaupfélags Ólafsfjarð-
ar, Ólafsfirði 298 171 4,12% + 96,51% 3,24% 0,22% 0,03%
Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga,
Akureyri 16 183 038 7,19% + 96,76% 3,13% 0,11%
Mjólkursamlag Pingeyinga, Húsavík 4 739 176 13,11% + 87,73% 10,40% 1,73% 0.14%
Mjólkursamlag K.H.B., Egilsstöðum 1 470 699 33,50% + 81,83% 14,87% 2,92% 0,39%
Mjölkurbú Kaupfélagsins ,,Fram“,
Neskaupstað 507 117 15,08% + 95,62% 4,23% 0,15% -
Mjólkurbú K. B. F. Djúpavogi 165 014 86,16% 11,48% 2,32% 0,03%
Mjólkurbú Kaupfélags Austur-Skaft-
fellinga, Höfn, Hornafirði 1 029 450 25,23% + 83,76% 14,36% 1,77 % 0,11%
Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi .... 34 644 592 5,62% + 86,00% 12,85% 1,44% 0,02%
A öllu landinu 88 183 103 8,14% + 97,5 2% 1,97% 0,11%
Rvík. Mjólkursamsalan seldi á árinu 28 455 622 lítra nýmjólkur, þar
af 25% flöskumjólk og 58% hyrnumjólk. Mjólk í lausu máli var 17%,
en af henni fer nokkur hluti til iðnaðar, svo sem til brauðgerðarhúsa og
sælgætisgerða. Af rjóma voru seldir 765 319 lítrar og af skyri 1 062 984