Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 132
1962
— 130 —
Henrik Linnet, geislalækningar (3. desember).
Magnús Blöndal Bjarnason, handlækningar (3. desember).
Jósef Ólafsson, lyflækningar (4. desember).
Gunnar Guðmundsson, geðlækningar (11. desember).
Davíð Davíðsson, meinefnafræði (17. desember).
Hrafnkell Helgason, lyflækningar (17. desember).
Halldór Arinbjarnar, kvensjúkdómar og fæðingarhjálp (31. desember).
Magnús Ásmundsson, lyflækningar (31. desember).
Ólafur Ólafsson (Bjarnasonar), lyflækningar (31. desember).
Rögnvaldur Þorleifsson, handlækningar (31. desember).
B. Aðsókn að læknum.
Tölur um sjúklingafjölda og fjölda ferða eru svo fáar, að ekki þykir
taka því að birta þær.
Sauðárkróks. Eftirminnilegasta ferðin, sem ég hef farið, var farin
eina þorranótt langt fram í Skagafjarðardal. Þar hafði húsfreyju leystst
höfn fimm dögum áður og blætt síðan svo, að hún var aðframkomin og
hálfmeðvitundarlaus með köflum. Ók ég létt fyrstu 65 kílómetrana og
kom þá að ruðningi á ská yfir veginn eftir leysingu nokkrum dögum
áður. Ekki var viðlit að stöðva bifreiðina sökum hálku, og tókst hún á
loft og kom niður utan við vegkantinn með braki og brestum. Þegar
ég hafði fullvissað mig um, að hún væri í ökufæru ástandi, hélt ég áfram
og endaði ökuferðin í lækjargili, fullu af krapi. En þá var ég næstum
kominn á bílvegarenda, og nokkru framar beið mín maður með hesta,
og stigum við á bak. Eftir tæpan klukkutíma komum við svo að bæ
sjúklings. Ég hafði með mér Makrodex og útbúnað til að flokka og
gefa blóð. Setti ég strax upp Makrodexið og flokkaði siðan bóndann,
fylgdarmanninn og konuna. Reyndist bóndinn í sama blóðflokki og kon-
an, og hlaut hann þvi að gefa konu sinni blóð. Gerði ég síðan þær að-
gerðir, sem ég áleit nauðsynlegar, og heilsaðist konunni vel upp úr
þessu.
Breiðumýrar. Tölur um sjúklingafjölda hér heima hef ég ekki, en ég
álít, að mikil breyting hafi orðið á í því efni þau 11 ár, sem ég hef
verið hér. Aðsókn að lækni er ekki í réttu hlutfalli við sóttarfar og
breytingar á því frá ári til árs, heldur fer hún einnig eftir möguleikum
á að ná læknisfundi, kostnaði við það, vegalengd, bílakosti o. s. frv.
Hér er mikill munur vegalengda að læknissetri. Og íbúar þeirra sveita,
sem lengst eiga að sækja, bjarga sér, eða réttara sagt, björguðu sér oft
sjálfir með ýmislegt, sem læknir hefði fengið í hendurnar, ef skemmra
hefði verið til hans. Og þó að ég hafi séð þess nokkur dæmi, að læknis
hafi verið vitjað of seint eða alls ekki, þegar ætla má, að sjúklingi hefði