Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 89
— 87 —
1962
10. Taugaveikisbróðir (041 febris paratyphoidea).
Töflur II, III og IV, 10.
1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962
Sjúkl. . ... 2 42 11 99 99 99 99 99 99
Dánir . • • • 99 99 99 99 99 99 99 99 99 >9
11. Iðrakvef (571-(-764 gastroenteritis acuta).
Töflur II, III og IV, 11.
1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962
Sjúkl. . . 5008 4414 4831 3983 4293 6053 5622 5433 6065 5447
Dánir . 3 7 5 3 4 7 4 5 6 2
Flest tilfelli í júní og júlí, en annars jafnt dreifð á árið og fjöldi
skráðra tilfella svipaður frá ári til árs.
Stykkishólms. Gekk sem farsótt í desember. Hár hiti, 38—39 st., höfuð-
verkur, beinverkir, gráðug uppköst og stundum niðurgangur. Stóð oftast
einn sólarhring. Tilfellin miklu fleiri en skráð eru, þar sem fólk leitaði
yfirleitt ekki læknis við þessu.
Sauðárkróks. Með minnsta móti.
Akureyrar. Viðloða alla mánuði ársins, þó aldrei útbreitt.
Húsavíkur. Óvenjuillkynja gastro-enteritis gekk hér i febrúarmánuði.
Eskifj. Sennilega vægur faraldur yfir sumarmánuðina.
12. Gulusótt (092 hepatitis infectiosa).
Töflur II, III og IV, 12.
1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962
Sjúkl..... 15 9 6 7 7 11 5 1 16 21
Danir ......... ,, ,, 1 „ ,, 1 ,, „ ,,
Á skrá í 6 héruðum, þar af 11 tilfelli í Reykjavík.
Húsavíkur. Skráð 3 tilfelli af hepatitis infectiosa. Hvort hér er um
venjulega hepatitis infectiosa að ræða eða scrum hepatitis (iatrogen),
verður trauðla sagt með nokkurri vissu. Alls kyns inndælingar, svo og
tökur blóðsýnishorna, er nú orðið svo algengt, að stöðugt aukast mögu-
leikar á því, að læknar valdi útbreiðslu serum hepatitis, svo fremi að
þeir ekki noti eingöngu örug'glega sótthreinsuð áhöld.
13. Ristill (088 herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 13.
1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962
Sjúkl 69 82 73 71 62 69 112 106 105 210
Dánir .... „ 99 99 99 99 99 99 99 99 >9
Óvenjumörg tilfelli skráð af þessum hvimleiða sjúkdómi.