Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 125
— 123 —
1962
Austur-Egilsstaða. Lokið hefur nú verið að raestu við barnaskólann
á Eiðum. Einnig er lokið að mestu við fyrsta áfanga fyrirhugaðrar
byggingar við Alþýðuskólann á Eiðum. Eru það slcólastjóraíbúð og
heimavistir kvenna, hin vistlegustu og smekklegustu húsakynni. Nokkuð
ber á vatnsskorti á Eiðum og þar af leiðandi ólagi á hreinlætistækjum,
einkum í heimavistum karla. Fylgir þessu nokkur óþrifnaður.
Estcifi. Nýtt skólahús tekið í notkun á Búðareyri síðast á árinu. Skóla-
nefnd Eskifjarðar hvött til endurbóta á skólahúsinu, og var því lofað
hið bráðasta.
Búða. í stað farkennslu, sem áður tíðkaðist, var nú kennt í heima-
vistum, hreppnum skipt í tvö kennslusvæði.
Djúpavogs. Heimavistarbarnaskóli tekinn til starfa í hinu nýja félags-
heimili Hamraborg í Beruneshreppi.
Kirkjubæjar. Skólahús eru flest úrelt og uppfylla fæst þær kröfur,
sem nútiminn gerir, þó að þau geti varla talizt heilsuspillandi fyrir
þá sök.
IX. Heilbrigðislöggjöf.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talizt (þar
með taldar auglýsingar birtar i A-deild Stjórnartíðinda):
1. Lög nr. 13 31. marz, um heyrnleysingjaskóla.
2. Lög nr. 16 31. marz, um breyting á lögum nr. 43/1958, um aðstoð
við vangefið fólk.
3. Lög nr. 18 7. apríl, um breyting á lögum nr. 24 29. marz 1956, um
almannatryggingar.
4. Lög nr. 19 31. marz, um breyting á lögum nr. 35 12. febrúar 1940,
um heilbrigðisnefndir og heilbrigðissamþykktir.
5. Lög nr. 21 9. apríl, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að stað-
festa fyrir íslands hönd samning milli íslands, Danmerkur, Finn-
lands, Noregs og Svíþjóðar um breytingu á samningi milli sömu
ríkja frá 15. september 1955, um félagslegt öryggi.
6. Lög nr. 25 16. apríl, um aðstoð til fatlaðra.
7. Lög nr. 31 18. april, um sjúkraþjálfun.
8. Lög nr. 35 18. apríl, um Hjúkrunarskóla íslands.
9. Lög nr. 45 21. apríl, um breyting á læknaskipunarlögum, nr. 16/1955.
10. Lög nr. 48 25. apríl, um .heimild fyrir ríkisstjórnina til lántöku
vegna viðbyggingar Landsspítalans.
11. Lög nr. 51 27. apríl, um breyting á lögum nr. 51 11. júní 1960, um
breyting á lögum nr. 60 17. júní 1957, um Háskóla íslands.
12. Lög nr. 55 28. apríl, um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
13. Lög nr. 58 18. apríl, um breyting á lögum nr. 29 9. apríl 1947, um
vernd barna og ungmenna.