Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 157
— 155 —
1962
á hvern einasta hund. Þá fór ég fram á, að hreinsunarkofinn yrði girtur.
Á öðrum sláturstöðum var mun minna um sulli, og munu ekki hafa
fundizt þar nema 20—30 sullir. Meðferð á hráæti var þar líka öll skap-
legri. Var þvi ekið víðast á einn stað og grafið eða brennt að slátrun
lokinni. Þó virtist mér víðast hvar svo, að menn gerðu sér ekki ljóst,
hve mikilvægt það er að gæta varúðar í meðferð á hráæti, töldu flestir
nóg að brenna sullina, og g'æti ég trúað, að svo væri víðar á íslandi og
ekki úr vegi að kynna þetta mál betur fyrir almenningi.
Reykhóla. Hundahreinsun framkvæmd i öllum hreppum héraðsins.
Mér er ókunnugt um, að sullir hafi fundizt í sláturfé í haust.
Patreksfi. Hundahreinsanir framkvæmdar dyggilega lögum samkvæmt.
Engir suliir í sauðfé, svo að mér sé kunnugt um.
Flateyrar. Hundahald er bannað í Flateyrarhreppi. Hundar eru hreins-
aðir einu sinni á ári í öðrum hlutum héraðsins. Níu netjusullir fundust
þó á síðast liðnu hausti í sauðfé, og var þá framkvæmd aukahreinsun
á hundum.
Hvammstanya. Hundahreinsun framkvæmd að venju.
Höfða. Hundar eru hreinsaðir árlega og sullir úr sauðfé brenndir í
sláturtíð.
Sauðárkróks. Netjusullir finnast öðru hverju í sauðfé. Hundahreinsun
hefur farið fram í öllum hreppum, en víðast hvar við laklegar aðstæður
og sums staðar allsendis óviðunandi. Lag'ði héraðslæknir því bréflega til
við hreppsnefndir að bæta úr þessu ástandi.
Ólafsfj. Hundahreinsun ekki framkvæmd, og mun svo verið hafa
nokkur undanfarin ár.
Akureyrar. Hundar eru hér hreinsaðir einu sinni á ári og þess vel
gætt í sláturhúsunum, að hundar komist ekki í sulli, þótt eitthvað finnist
af þeim í sláturfénu. Annars munu sullir óalgengir í lömbunum á haust-
in, en eitthvað finnst, þegar eldra fé er slátrað. Að því er ég bezt veit,
fer hér öll slátrun fram í sláturhúsi, og' er það efalaust bezta sulla-
veikivörnin.
Grenivíkur. Hundar hreinsaðir að haustinu í sláturtíð. Við slátrun í
sláturhúsinu hér á Grenivik fundust nokkrir sullir í gömlum rollum,
engir í lömbum. Frá þeim er þannig gengið, að þeir verða engum til
meins.
Austur-Egilsstaða. Sullaveikivarnir fara fram með þeim hætti, að
dreginn er vagn (með húsi á) milli hreppa og hundarnir hafðir þar á,
meðan á hreinsun stendur. Mun sæmileg' regla á þessum málum að sögn
dýralæknis.
Eskifí. Ekki orðið mikið vart við sulli í sauðfé, en finnast þó. Hunda-
hreinsun í sæmilegu horfi nú.
Víkur. Hundahreinsun framkvæmd reglulega.