Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 113
— 111 —
1962
fólki hér í Þingeyjarsýslum, sem ekki hefur fengið mislinga og ýmsa
aðra þá sjúkdóma, er víðast teljast til barnasjúkdóma. Mun þetta stafa
af því, að óvenjumikið hefur verið gert að því hér um slóðir að verjast
slíkum sjúkdómum. Þannig mun vera til hér a. m. k. ein sveit, Laxár-
dalur, þar sem mislingar hafa ekki gengið síðan 1882. Voru því bólu-
sett gamalmenni allt að 80 ára gömul. Nokkrir veiktust talsvert eftir
bólusetninguna, og fengu sumir „typisk“ mislingaútbrot. Langflestir
urðu þó ekkert eða aðeins lítillega lasnir. Samkvæmt niðurstöðum af
mótefnamælingum virðist árangur bólusetningarinnar nálæg't 100%.
Austur-Egilsstaða. Aðeins nokkur hluti fólks hefur sinnu á að láta
framkvæma ónæmisaðgerðir á börnum sínum. Er í sumum tilfellum
horft í kostnað, en oftast er orsökin venjulegur trassaslcapur.
Eskijj. Hélt áfram fram á haust með reglubundinn, vikulegan ónæmis-
aðgerðartíma, en þá hindraði mislingafaraldur frekai’i aðgerðir. Notaði
talsvert gamma-globulin við mislingunum. Reyndist það mjög vel í flest-
um tilfellum.
Kirkjubæjar. Ónæmisaðgerðir lágu að mestu niðri nema mislingabólu-
setning, sem var framkvæmd á 75 manns.
Víkur. Allmargir voru sprautaðir mislingabóluefni. Virðist það hafa
gefið góða raun hjá þeim, er á reyndi.
Vestmannaeyja. Vegna bólusóttartilfella þeirra, er upp komu i
Þýzkalandi og Englandi á árinu, var bólusetning meiri en ella. Nokkur
ótti greip um sig, og' létu foreldrar bólusetja börn sín, ef langt var liðið
siðan, og mættu betur til hinnar tilskildu bólusetningar, auk þess sem
áhafnir skipa í förum milli landa voru bólusettar, fólk, sem átti erindi
út, og inenn í þjónustustörfum, er umgangast þurftu skipshafnir erlendis
frá. Öhöpp í sambandi við bólusetninguna eru mér engin kunn.
Selfoss. Kúabólusetning fór fram, eftir þvi sem til barna náðist. Sér-
staklega voru öll börn endurbólusett við skólaskoðun.
Keflavíkur. Bólusótt kom upp í Þýzkalandi og Englandi. Var því fyrir-
skipað eftirlit með fólki, er kæmi frá þessum löndum, svo og aðrar
varúðarráðstafanir.
Hafnarfjarðar. Skipshafnir togara, sem komu frá Englandi og Þýzka-
landi, voru kúabólusettar og aðrir ferðamenn, sem komu eða fóru þangað.
Enn fremur bólusetti ég öll skólabörn í héraðinu, sem ekki höfðu verið
kúabólusett með árangri síðustu þrjú árin. Að lokum bólusetti ég öll
börn undir skólaaldri, sem ekki voru undir eftirliti Heilsuverndarstöðv-
arinnar.