Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 146
1962
— 144 —
F. Fávitahæli.
Á Fávitahælinu í Kópavogi eru talin 81 rúm, en vistmenn í árslok voru
113, 66 karlar og 47 konur. Á árinu komu 18, 3 fóru, en enginn dó.
Dvalardagar voru 36654 og meðaltal dvalardaga á vistmann 316. í Skála-
túni voru í árslok 12 karlar og 15 konur og á Sólheimum í Grímsnesi
15 karlar og 22 konur.
G. Elliheimili.
Rvík. I Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund eru 330 rúm, þar af 150 í
hjúkrunardeild. Vistmenn í árslok voru 318, 241 kona og 77 karlar. Á
árinu komu 125, 89 konur og 36 karlar, en 57 fóru, 36 konur og 21
karl, og 67 dóu, 55 konur og 12 karlar. í Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna, Hrafnistu, var tekin i notkun ný álma á árinu. Eru þar nú alls
196 rúm, eða 72 fleiri en árið áður, þar af 44 í hjúkrunardeild.
Akranes. Er í mjög ófullkomnu húsnæði og starfsskilyrði erfið.
Akureyrar. Á árinu tók til starfa nýtt elliheimili á Akureyri. Þessi
elliheimilisbygging er aðeins fyrsti áfangi af stærri byggingu, og tekur
hún 30 vistmenn.
H. Drykkjumannahæli.
Rvík. Hjúkrunarstöð Bláa bandsins að Flókagötu 29 og 31 starfaði
eins og áður. Eru þar rúm fyrir 46 vistmenn. Þar dvöldust samtals 447
vistmenn á árinu, þar af 56 konur. í vistheimili Bláa bandsins í Víðinesi,
sem hefur 15 rúm, var tekið á móti 45 sjúklingum. Þar er tekið til fram-
haldsdvalar á. móti áfengissjúklingum frá hjúkrunarstöðinni að Flóka-
götu eða öðrum hliðstæðum stofnunum, og er stytzti dvalartími þar 6
mánuðir, en lengsti 2 ár.
Álafoss. 1 héraðinu eru 3 hæli, Arnarholt og Víðines á Kjalarnesi og
Úlfarsá i Mosfellssveit. í Víðinesi og að Úlfarsá eru vistaðir drykkju-
sjúklingar, en í Arnarholti eru öryrkjar af ýmsu tagi, gamlir drykkju-
sjúklingar, geðbilað fólk, fávitar og ýmsir fleiri. Læknar úr Reykja-
vík stunda sjúklingana í þessum hælum.
Hvols. Á Gæzluvistarhælinu í Gunnarsholti eru talin 28 rúm. Vist-
menn voru 21 í ársbyrjun, 95 komu á árinu, 86 fóru, og 30 voru eftir i
árslok. Dvalardagar voru alls 9505 og meðaltal dvalardaga á vistmann
81,9.
I. Dvalar- og dagheimili fyrir börn og unglinga.
Á Upptökuheimilinu í Elliðahvammi voru 6 börn í ársbyrjun, 5 dreng-
ir og ein stúlka, á árinu komu 41, 23 drengir og 18 stúlkur, 45 fóru,
26 drengir og 19 stúlkur, og 2 drengir voru eftir um áramót. Dvalar-
dagar voru alls 2224 og meðaltal dvalardaga á vistmann 47,3.