Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 149
— 147
1962
Starf félagsins hefur í stuttu máli verið þetta:
1. Rætt var við ráðlierra og alþingismenn um tekjuöflun með þeim
hætti, að greitt yrði fast gjald af hverri framleiddri flösku öls og' gos-
drykkja. Árangur var setning laga nr. 43 29. maí 1958, um aðstoð við
vangefið fólk. Gjaldið var i fyrstu 10 aurar af hverri flösku, en síðar
hækkað í 30 aura, sbr. lög nr. 16 frá 1962.
2. Félagið hóf rekstur dagheimilis í Reykjavík, fyrst í leiguhúsnæði.
Aðsókn í fyrstu var mjög lítil, en jókst síðan bráðlega. Félagið réðst því
í byggingu dagheimilisins Lyngás, sem það hefur nú rekið í nokkur ár.
í heimilinu eru nú 45 börn og biðlisti yfir álíka fjölda, en heimilið
rúmar ekki fleiri en þar eru nú.
3. Félagið hefur veitt styrki til sálfræðinga og hjúkrunarfólks til utan-
fara til þess að kynna sér þróun þessara mála og nema hjúkrun eða
umönnun vangefinna.
4. Konur í félaginu hafa verið mjög framtakssamar og hafa með sér
regluleg fundarhöld. Árangur af starfi félagsins er að mjög miklu leyti
að þakka áhuga þeirra og dugnaði.
5. Fjáröflun félagsins hefur byggzt á rekstri happdrættis, sölu merkja
og minningarspjalda. Félagið nýtur styrks frá borgarsjóði og ríkissjóði
til dagheimilisins.
L. Lyfjabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svolátandi grein fyrir eftirliti með lyfja-
búðum á árinu:
Fjöldi lyfjabúða. — Veiting lyfsöluleyfa: Engin ný lyfjabúð tók til
starfa á árinu, en lyfsalaskipti urðu í Reykjavíkur Apóteki. Á lyfsölu-
leyfi þess apóteks hefur af hálfu heilbrigðisstjórnarinnar verið litið sem
hlutbundið leyfi (reelt privilegium) og lyfsala því heimilt að ráðstafa
lyfsöluleyfinu að eigin geðþótta, enda hafi viðtakandi lokið fullnaðar-
prófi i lyfjafræði. í skjóli þessara sérréttinda seldi lyfsalinn í Reykja-
víkur Apóteki, Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, Sigurði Ólafssyni,
B. Sc., lyfjafræðingi, lyfsöluleyfið, og 25. mai 1962 gaf dóms- og kirkju-
málaráðuneytið út leyfisbréf til handa Sigurði til að reka Reykjavíkur
Apótelc frá 1. júlí 1962 að telja.
Starfslið. Starfslið lyfjabúðanna fyrir utan lyfsala (21), en með for-
stöðumönnum tveggja félagsrekinna lyfjabúða, var sem hér segir. Eru
tölur miðaðar við dag þann, er skoðun var gerð hverju sinni: 28 lyfja-
fræðingar, 22 karlar og 6 konur, 18 lyfjafræðingar með fyrrahluta prófi
í lyfjafræði (exam. pharm.), 6 karlar og 12 konur, 6 lyfjafræðistúdentar,
5 piltar og 1 stúlka, og annað starfsfólk 186 talsins, 27 karlar og 159
konur, eða samtals 238 karlar og konur.
Húsakynni, búnaður o. fl. Á nokkrum stöðum voru húsakynni máluð
og viða margs konar lagfæringar gerðar, en stórbreytingar var hvergi
um að ræða. Búnaður var og víða bættur og margs konar tæki útveguð,