Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 116
1962
114 —
Álafoss. Konur úr héraðinu fæða yfirleitt börn sín á fæðingarstofn-
unum í Reykjavík.
Stykkishólms. Fæðingar gengu yfirleitt tíðindalítið.
Patreksfi. Haft er eftirlit með vanfærum konum og brýnt fyrir þeim
að kojna reglulega til skoðunar um meðgöngutímann, og koma lang-
flestar til skoðunar mánaðarlega seinni helming meðgöngutímans og
oftar, ef þurfa þykir.
Þingeyrar. Konur hér telja það nú orðið sjálfsagt að láta fylgjast með
sér um meðgöngutimann, og koma allflestar reglulega til skoðunar.
Flateyrar. Konur koma yfirleitt til skoðunar og eftirlits á meðgöngu-
tímanum.
Bolungarvíkur. Allflestar barnshafandi konur koma til héraðslæknis
og Ijósmóður nokkuð reglulega um meðgöngutímann.
Hólmavíkur. Eftirlit var með öllum barnshafandi konum.
Höfða. Eftirlit haft með konum síðari hluta meðgöngutímans.
Sauðárkróks. Verðandi mæður láta fylgjast með heilsu sinni á með-
göngutíma.
Akureyrar. Á þessu ári fæddust óvenjulega mörg vansköpuð börn,
miklu fleiri en eðlilegt er, þegar tekið er tillit til fæðingafjölda.
Austur-Egilsstaða. Flestar barnshafandi konur koma reglulega í eftir-
lit, a. m. k. síðari hluta meðgöngutimans.
Eskifi. Eftirlit með konum um meðgöngutímann fer vaxandi.
B. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig 4539
börn, sem skýrslurnar ná til að þessu leyti, voru nærð eftir fæðinguna.
Eru hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu ............................... 79,31%
Brjóst og pela fengu ..................... 15,51—
Pela fengu ............................... 5,18—
í Reykjavik líta samsvarandi tölur þannig út:
Brjóst fengu ............................... 83,46%
Brjóst og pela fengu ..................... 12,73—
Pela fengu................................ 3,81—
Sjá ennfremur skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur bls. 140—
141.
Álafoss. Flest börn eru höfð á brjósti, og virðist meðferð þeirra yfir-
leitt góð.
Stykkishólms. Þrátt fyrir áróður lækna og Ijósmæðra er lítið um það,
að mæður hafi börn sín á brjósti. Virðist það vera nokkuð föst regla, að
börnin séu tekin af brjósti, um leið og ljósmóðirin yfirgefur konuna.
Ekkert skipulegt ungbarnaeftirlit er í héraðinu, en oft er leitað til ljós-