Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 92
1962
— 90 —
Hellu. Upp úr miðjum marzmánuði gekk faraldur. Dálítið bar á fylgi-
kvillum, helzt otitis media.
Laugarás. Inflúenzufaraldur kom upp í febrúar, náði hámarki í marz
og fjaraði út í april—maí. Hann verður að teljast hafa verið tiltölulega
vægur. Fylgikvillar óvenjufáir.
Selfoss. Var nokkuð útbreidd í marz og apríl.
Eyrarbakka. Mikil í marz og apríl. Mjög margir bólusettir.
15. Mengisbólga (meningitis).
Töflur II, III og IV, 15a, b og c.
a. Af völdum mengiskokka (057 men. meningococcica).
1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962
Sjúkl 5 12 9 76 22 51 35 31 34 41
Dánir .... „ 1 4 1 1 1 3 3 3 7
b. Af völdum annarra baktería (340 men. bacterialis alia).
1962
Sjúkl. Dánir 19
2
c. Ekki af völdum baktería (non-bacterialis (serosa)).
1962
Sjúkl. 27
Mengisbólga er nú í fyrsta sinn skráð í þrennu lagi. Þó að meningitis
non bacterialis (serosa) eigi ef til vill naumast heima hér (sbr. hina
alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá), þótti rétt að taka þetta
sjúkdómsheiti inn á farsóttaskrá og haga skráningunni eins og hér er
gert, með því að rökstuddur grunur er um, að læknar hafi stundum
skráð veikina undir meningitis meningococcica, og er vikið að þessu í
Heilbrigðisskýrslum undanfarinna ára.
Patreksfj. Rúmlega ársgamalt barn fékk inflúenzu, sem virtist vera
væg. Viku eftir að barnið var orðið frískt eftir inflúenzuna, veiktist
það mjög hastarlega með uppköstum og háum hita, og eftir 3—4 klst.
var það komið með húðblæðingar. Var þá sýnilegt, að um var að ræða
Waterhouse-Friderichsen syndrom. Þrátt fyrir öfluga antibiotika-með-
ferð ásamt corticosteroidum dó barnið eftir tæplega 8 klst. legu. Var
þetta, svo sem sjá má af hinni stuttu sjúkdómslegu, mjög svæsið
meningitis-tilfelli og sérstakt að því leyti, að í byrjun fundust engin
klínisk einkenni um meningitis, svo sem meningismus o. s. frv. í
desember fékk ég annað tilfelli af sama sjúkdómi (ac. meningitis).
Var það tæplega 2 ára gamalt barn, sem hafði verið veikt heima í nokkra
daga, og töldu foreldrarnir, að það væri kvefað, og leituðu ekki læknis,