Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 195
— 193 —
1962
í málinu liggur fyrir læknisvottorð ..., sérfræðings í barnasjúkdómum,
Reykjavík, dags. 10. janúar 1964, svo hljóðandi:
„Það vottast, að M. E-son er liðagigtarsjúklingur (Rheumatoid arthritis),
veiktist fyrir ca 6 árum.
Hann lá á Ræjarspítalanum og er að jafnaði á lyfjum, prednisolon og
og artrizin, þrjár töflur á dag af hvoru.
Það er vitað, að bæði þessi lyf geta valdið hreytingum á blóði, og þurfa
sjúklingar, sem þau nota, að vera undir mjög ströngu eftirliti.
Mér er ekki fullkunnugt, hvort þessi efni geti valdið breytingum, sem
geri alkóhólpróf positivt (reducerandi), en bæði þau lyf, sem þessi
sjúklingur tekur, eru þess eðlis, að rannsaka ber það til hlítar, sé þess
þörf, þar eð hér er um sjaldgæfan og illan sjúkdóm að ræða.“
Þá liggur fyrir læknisvottorð ..., aðstoðarlæknis borgarlæknis í Reykja-
vík, dags. 28. janúar 1964, svo hljóðandi:
„Með bréfi, dags. 21. þ. m„ hafið þér, herra sakadómari, óskað álits
míns um það, hvort liðagigt (Rheumatoid arthritis) og lyfin prednisolon
og artrizin geti hafa haft áhrif á niðurstöðu alkóhólrannsóknar, sem gerð
var á ... liinn 28. ágúst 1963 á blóði M. E-sonar.
Að fengnum upplýsingum frá ..., lækni, sérfræðingi í lækningarann-
sóknum, tel ég, að ofangreindur sjúkdómur og lyf hafi ekki getað haft
nein áhrif á alkóhólrannsóknina.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að spurzt er fyrir um, hvort sjúkdómur ákærðs og/eða lyfjanotkun sú, sem
um er rætt á dómskjali nr. IV, geti að áliti læknaráðs hafa haft áhrif á
niðurstöðu alkóhólrannsóknar, sem framkvæmd var hinn 23. ágúst 1963.
Tillaga réttarmáladcildar um áhjktun læknaráðs:
Ekki er unnt á fræðilegum grundvelli að svara spurningunni. Hins
vegar ætti að vera mögulegt að fá upplýsingar um þetta atriði með rann-
sókn á ákærða undir eftirliti á sjúkrahúsi.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 5. nóvember
1964, staðfest af forseta og ritara 30. desember s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sakadóms Reykjavíkur, kveðnum upp 21. maí 1965, var
ákærði dæmdur í 3000 króna sekt og sviptur ökuleyfi í 6 mánuði vegna brots gegn 2.,
sbr. 3. mgr. umferðarlaga nr. 26/1958. Sýknað var af broti gegn 2., sbr. 4. mgr.
sömu greinar.
7/1964.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefur með bréfi, dags. 21.
september 1964, leitað umsagnar læknaráðs í barnsfaðernismálinu: X.
gegn Y.
25