Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 183
— 181
1962
„Ég hef, að beiðni hr. sakadómara Armanns Kristinssonar, framkvæmt
rannsókn á geðheilbrigði M. K-sonar, f. ... 1905, sem dvelst í ...
Rannsóknin fór fram í ..., þar sem M. hefur dvalið sem sjúklingur
frá 18. ágúst síðast liðnum. Tilefni rannsóknarinnar er árás M. á mann á
götu hér í borg 17. júli síðast liðinn. M. mun hafa verið drukkinn og
sömuleiðis sá, er fyrir árásinni varð. Árásin virtist tilefnislaus.
M. er að sögn alinn upp á góðu og reglusömu heimili, hann mun hafa
gengið í barnaskóla, lært eitthvað, t. d. að lesa og skrifa, en hann skrifar
fremur illa og fylgir engum réttritunarreglum. Hann hefur, að sögn
nákominna ættingja, verið treggáfaður og barnalegur.
Um ætt M. er upplýst:
2 systkinabörn hans hafa verið geðveik, annað þeirra, kona, er
schizophren (hugldofi), og er sjúldingur á Kleppi. Systir M. er geðveik á
köflum, og þjáist hún af psyk. man. depr. (hringhugas.), auk þess er hún
tregviti (inferioritas intell.). Dóttir M. (...) er tregviti (inferioritas
intellectualis), en auk þess geðveik á köflum (psyk. man. depr.), Sonur
(...) er vangefinn, annar sonur (...) er psykopat (geðveill) og alkoholisti.
M. hefur eignazt 7 börn, þar af 3 utan hjónabands. Hjónabandsbörnin
2 dáin, en 2 á lífi, annað talið andlega heilbrigt, en hitt, ..., andlega sjúk,
eins og getið hefur verið. Af 3 börnum utan hjónabands er eitt sagt
heilbrigt (sonur), hin, ... og ..., eins og getið hefur verið, eru andlega
veil. Börn utan hjónabands hefur M. átt sitt með hverri konu. Ein barns-
mæðra M. hefur verið geðveik í mörg ár (schizophreni), og dvelur hún
í ...
M. hefur drukkið mikið og illa í mörg ár. Hann mun hafa byrjað að
neyta áfengis um 20 ára aldur, en hann hefur, a. m. k. í stríðsbyrjun, verið
farinn að neyta áfengis í óhófi.
Árið 1943 er M. vistaður á drykkjumannahæli (...), en er hann dvaldi
þar, var hann greinilega geðveikur, hafði ofskynjanir og ranghugmyndir.
Á Kleppsspítala hefur M. dvalið 12 sinnum frá 1944 til 1962:
1) 5. febrúar—8. marz 1944.
2) 20. des. 1944—31. jan. 1945.
3) 8. febrúar 1946—11. febrúar 1946 (kom frá ...).
4) 5. apríl 1946—3. júní 1946 (kom frá ...).
5. 4. júní 1946—1. febrúar 1950.
6) 7. nóv. 1953—9. nóv. 1953.
7) 13. maí 1955—12. júní 1955.
8) 2. nóv. 1955—5. nóv. 1955.
9) 25. okt. 1956—27. okt. 1956.
10) 30. sept. 1961—14. okt. 1961 (kom frá ... og sendur aftur þangað).
11) 10. marz 1962—24. marz 1962 (kom frá ...).
12) 30. apríl 1962—12. ágúst 1962 (fór að ...).
Geðveiki M. var talin alkoholpsykosa. Á Kleppsspítala var hann oft hald-
inn ranghugmyndum, ofsóknarhugmyndum, auk þess sá hann sýnir, oft
var hann rólegur, en þess á milli æstur og órólegur. Bæði á ... og ...