Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 134
1962
— 132 —
3. Hjúkrunarkonur.
Starfandi hjúkrunarkonur eru taldar 275 í árslok. 182 störfuðu í
Reykjavík, 80 í öðrum kaupstöðum og 13 utan kaupstaða. Hjúkrunar-
nemar voru 101. Samkvæmt þessu voru 667 íbúar um hverja starfandi
hjúkrunarkonu.
4. Ljósmæður.
Skipaðar Ijósmæður eru taldar 132 í árslok, en aðrar starfandi ljós-
mæður voru 54. Búsettar í Reykjavík voru 34.
5. Dýralæknar og dýralækningar.
Dýralæknar með dvralæknaprófi voru alls 17 í árslok (16 starfandi).
Af þeim voru 13 héraðsdýralæknar.
XI. Heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús.
Tafla XVII.
Á töflu XVII eru almenn sjúkrahús talin 36 og sérsjúkrahús 5, og
eru þá Vífilsstaðahæli og Kristneshæli tvítalin, þar sem á þeim lágu
bæði berklasjúklingar og sjúklingar með ýmsa aðra sjúkdóma. Raunveru-
legur fjöldi sjúkrahúsa, þ. e. stofnanafjöldi, er því 39. Á eftirfarandi
töflu sést rúmafjöldi og aðsókn á árinu.
Sjúkrahús og aðsókn að þeim.
Öll Almenn Berkla- Geðveikra- Önnur
s.júkrahús sjúkrahús hæli hæli sjiikrahús
Fjöldi sjúkrahúsa 39 34 2 2 1
— sjúkrarúma ... 1800 1421 88 267 24
á 1000 landsm 9,8 7,7 0,5 1,4 0,1
Tegund sjúkrarúma (%) . 78,9 4,9 14,8 1,3
Sjúklingafjöldi ... 20924 19972 195 754 3
— á 1000 landsm ... 115,1 109,9 1,1 4,1 0,02
Legudagafjöldi ... 642229 490151 31729 119254 1095
— á hvern landsm 3,5 2,7 0,2 0,7 0,06
Meðalfj. legud. á sjúkl. ... 30,7 24,5 162,7 158,2 365,0
Nýting rúma (%) 97,8 94,5 98,8 122,4 12,5
Samanburður á sjúkrahúsakosti og sjúkrarúmafjölda í löndum er
hvergi nærri eins auðveldur og ætla mætti i fljótu bragði, og hefur
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin rekið sig áþreifanlega á það við skýrslu-
söfnun. Þetta stafar af þvi, að skilgreining á því, hvað sé sjúkrahús og
jafnframt sjúkrarúm, er allmjög á reiki, og mun ekki auðvelt að komast