Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 117
115 —
1962
móður um meðferð barnanna fyrstu mánuðina. Læknis yfirleitt ekki
vitjað, nema börnin sóu veik.
Reykhóla. Flestar ef ekki allar mæður fá pésann „Leiðbeiningar um
meðferð ungbarna", en mörgum virðist ósýnt um að fara vel eftir honum.
Ekki kann ég að nefna áreiðanlegar tölur um brjóstmötunartíma, en ég
held, að fæstar mæður hafi börn sín lengur á brjósti en 1—3 mánuði
og sumar skemur.
Patreksfi. Ljósmóðir fylgist með börnunum fyrst eftir fæðingu. Held
það sé mjög sjaldgæft, að börn fái brjóst lengur en ca. mánaðartíma.
Bolungarvíkur. Brjóstmötunartími er hér almennt samkvæmt vitneskju
læknis og ljósmóður aðeins %—1 mánaður. Undantekningar eru, að
mæður gefi brjóst í 2—5 mánuði.
Höfða. Flestar konur munu hafa börnin á brjósti fyrstu tvo mánuð-
ina og sumar lengur.
Sauðárkróks. Ein ljósmóðir hefur haft þann sið að fylgjast reglulega
með sínum börnum nokkra mánuði eftir fæðingu. Annað smábarna-
eftirlit ekki til. Brjóstmötunartími mun vera ákaflega stuttur, þó að
flest börn séu iögð á brjóst fyrst eftir fæðingu.
Ólafsfi. Langflestar mæður hafa ungbörn ekki á brjósti nema í nokkr-
ar vikur í mesta lagi. Telst það til undantekninga, ef barn er á brjósti
svo að mánuðum skiptir.
Akureyrar. Langflest börn fá brjóst eða brjóst og pela strax eftir fæð-
inguna, en í flestum tilfellum eru börnin höfð tiltölulega stuttan tíma á
brjósti, vanalega ekki nema 2—3 mánuði, og er þetta að mínum dómi
allt of stuttur tími.
Grenivíkur. Börn fá brjóst um tima, sem þó mun í sumum tilfellum
vera heldur stuttur.
Raufarhafnar. Meðferð ungbarna yfirleitt góð, en fljótlega grípa mæð-
ur til pelans.
Þórshafnar. Níu mæður (af 12) brjóstmötuðu í 2—6 mánuði.
Austur-Egilsstaða. Flestar mæður hafa börn á brjósti a. m. k. 3 vikur
og reyndar flestar lengur. Sumar mæður sýnast þó halda, að nóg sé að
gefa böfrnum mjólk og skyr jafnvel fram eftir aldri.
Eskifi. Meltingartruflanir ungbarna algengar.
Búða. Um meðferð barna er þess að geta, að brjóstmötunartími er
oftast of stuttur. Stafar það í sumum tilfellum af því, að konur vilja
gjarnan vinna úti í hraðfrystihúsum.
Vikur. Brjóstmötunartimi virðist mér yfirleitt stuttur.
Hafnarfjarðar. Flestar mæður munu hafa börn sin á brjósti 1—2
mánuði.
Kópavogs. Barnavernd var tvisvar í viku í félagsheimili Kópavogs.
Hjúkrunarkonur litu eftir ungbörnum á heimilum til 3ja mánaða aldurs.