Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 155
153 —
1962
Af meindýrum er hér lítið, nema hvað rotta er alltaf viðloðandi, þótt
tekizt hafi að halda henni í skefjum með 1—2 eitrunum árlega.
Grenivikur. Húsakynni yfirleilt orðin góð. Þrifnaður innan húss og
utan víðast í góðu lag'i.
Raufarhafnar. Húsakynni eru flest miltil og góð. Þrifnaði í þorpinu
er ábótavant, en stendur þó til bóta. Sorphreinsun er vikulega. Neyzlu-
vatn er lélegt og oft með moldarlit. Borað hefur verið fyrir vatni, og
er í ráði að stórendurbæta vatnsveitu.
Þórshafnar. Ekki hefur enn þá tekizt að útrýma lúsinni, en þó horfir
betur með það nú en oftast áður, því að þeim fer fækkandi, sem ala
óþrifin á sér.
Austur-Egilsstaða. Húsnæði er yfirleitt viðunandi og sums staðar
ágætt. Dæmi finnast þó þess, að húsnæði og umgengni sé ekki við manna
hæfi. Víða er erfitt að ná í gott neyzluvatn á Fijótsdalshéraði. Á Egils-
stöðum er notazt að mestu við bragðvont og gruggugt yfirborðsvatn
(mýrarvatn). Á flestum sveitabæjum er komið rennandi vatn í bæinn, en
sums staðar tíðkast enn vatnsburður. Skólpveita (lokuð) er í Egilsstaða-
kauptúni, þ. e. innan þorpsins. Rétt við þorpið er skólpinu síðan veitt
í opinn skurð, og í opnum skurðum rennur það í Lagarfljót. Er að
þessu talsverður óþrifnaður, rottur lifa g'óðu lífi við skurði þessa, og
oft leggur hinn versta daun úr skurðunum. Áætlað er að leggja lokræsi
i Löginn á næsta ári.
Eskifj. Húsalcynni og þrifnaður óðum að batna.
Hellu. Húsakostur í héraðinu má heita almennt góður. Aðbúnað til
hreinlætis má marka af því, að á 2 af hverjum 3 heimilum eru vatns-
salerni og handlaugar með rennandi vatni, en tæpur helmingur heimil-
anna (47%) hefur kerlaug eða steypibað. Neyzluvatn er víðast hvar
gott, nema í Þykkvabæ, en þar eru engin viðunandi vatnsból, og er því
öðru hverju litið eftir neyzluvatni þar með því að senda sýni til gerla-
rannsókna. í Helluþorpi er vatnsveita.
Laugarás. Ráðizt hefur verið í vatnsveitu fyrir allmörg býli í Skeiða-
hreppi.
Keflavikur. Húsakynni eru hér góð yfirleitt og þrifnaður, þó að hér
hírist gamalmenni í kofum, sem varla teljast mannabústaðir. Frárennsli
í sjó fram er mjög ábótavant við flestar skolpveitur hér i héraði. í
Keflavíkurkaupstað hefur ekki verið ráðin bót á þessu þrátt fyrir ítrek-
aðar kvartanir frá heilbrigðisnefnd og öðrum, enda þegar líða tekur á
sumarið myndast mjög svo óhugnanlegur dammur rétt neðan Hafnar-
götunnar í aðalumferðaræð bæjarins, og er þá reynt að skólpa mesta
óþverranum í burtu og lofað öllu fögru. Sama gildir um allflest frysti-
húsin, að lækir og opnar rennur liggja um athafnasvæðin, en verst er
það þó í Njarðvík. Hreppsnefndin úthlutar lóðum, en tekur fram um
leið, að hún muni ekki fyrst um sinn sjá þessum athafnasvæðum fyrir
vatni né frárennsli. Beztur mun þrifnaðurinn vera hjá frystihúsum og
20