Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 165
— 163
1962
er mikið var af á vetrarvertíð, og gekk þá drykkjuskapur úr hófi fram.
Samkomur þorpsbúa einna, svo sem þorrablót o. fl., fara yfirleitt vel
fram og hafa á sér menningarbrag.
Hvammstanga. 1 smíðum er viðbygging við Félagsheimilið Víðihlíð í
Víðidal. Enginn boðlegur samkomustaður er á Hvammstanga, en undir-
búningur er hafinn að byggingu myndarlegs félagsheimilis. Einnig er
hafinn undirbúningur að viðbyggingu Félagsheimilisins Ásbyrgi á Lauga-
bakka. Skemmtanir eru yfirleitt friðsamlegar og stórslysalausar, enda
lítið um slagsmál.
Höfða. Nýtt félagsheimili er í byggingu, en ekki lokið ennþá.
Hofsós. Grunnur og kjallari undir félagsheimili er hér tilbúinn, en
ekkert hefur þar verið að unnið nú síðast liðið ár.
Dalvikur. Samkvæmisbraginn þekki ég ekki af eigin sjón og raun, en
mér er sagt, að hann sé yfirleitt til sóma, þótt einstaka skæruhernaður
lcunni að eiga sér stað og þá hverju sinni skrifaður á reikning Bakkusar
konungs.
Grenivíkur. Prestur hér hefur stofnað félagsskap fyrir unglinga og er
driffjöðrin i honum. Heyrist mér á unglingum, sem í þessum félagsskap
eru, að þeir séu ánægðir.
Raufarhafnar. í haust var byrjað að grafa fyrir grunni væntanlegs
félagsheimilis.
Austur-Egilsstaða. Félagsheimili eru í 2 af 5 hreppum í héraðinu.
Verið er að Ijúka vönduðu og vistlegu félagsheimili í Vallahreppi. íþrótta-
lífi hnignar stöðugt. Enginn sýnist nenna að leiðbeina unglingum við
íþróttaiðkanir eða standa fyrir slíku. Orsökin mun einnig að noldcru
óhófleg vinna unglinga, einnig i þéttbýlinu.
Djúpavogs. Nýtt og vandað félagsheimili var vígt í ágústmánuði.
Vikur. Samkomustaðir og félagslíf yfirleitt bágborið. Þó er eitt gott
félagsheimili í Reynishverfi.
Laugarás. Samkomuhald í nýju félagsheimilunum skiptir mjög í tvö
horn. Annars vegar eru innanhéraðssamkomur. Þar leggja heimamenn
til efnisskrána. Þær eru yfirleitt til fyrirmyndar, vel fallnar til að auka
félagsanda og þroska íbúanna, og gefa þær hinum nýju stofnunum gildi
sitt. Hins vegar eru svo opinber böll, sem haldin eru í fjáröflunarskyni,
oftast til að styrkja samtök þau, sem að heimilunum standa, en stundum
fyrir hina ólíklegustu aðila. Á þessar samkomur kemur oft æði misjafn
lýður, og ekki laust við, að með þeim berist miður holl áhrif inn i
sveitirnar.
8. Framfarir til almenningsþrifa.
Álafoss. Á Álafossi er nú að rísa upp mjög stór og myndarleg ullar-
verksmiðja. Á hún að leysa af hólmi hina gömlu og velþekktu verk-
smiðju, sem nú er á ýmsan hátt orðin úrelt. Einnig er þar nýlokið bygg-
ingu nýtízku ullarþvottastöðvar, sem er svo stórvirk, að hún myndi geta