Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 188
1962
186
Slasaði kom til mín þ. 23. des. 1960 og var til athugunar og meðferðar
í 5 skipti, siðan hvarf slasaði og sást ekki aftur fyrr en þ. 2. febrúar 1961
og var til æfingameðferðar með nokkrum hléum til 12. okt. 1961. Var
þá ástand slasaða mun betra, en ekki var hann fullbata, er hann hætti
meðferð.“
Loks liggur fyrir læknisvottorð ..., sérfræðings í skurðlækningum,
Reykjavík, dags. 23. marz 1963, svo hljóðandi:
„Hér með vottast, að undirritaður skoðaði þann 5. okt. 1960 B. K-son,
..., Rvík.
B. kveðst hafa dottið ofan af vinnupalli á vinstri öxl og vinstri helm-
ing brjóstkassans. Kvartaði um sársauka í vinstri öxl og vinstri hluta
brjóstkassans við djúpa öndun.
Skoðun leiddi í ljós sársauka við hreyfingar í vinstri axlarlið, og var
vinstri handleggur máttlítill, þannig að sjúklingur átti erfitt með að fram-
kvæma sjálfur hreyfingar á handleggnum.
Gegnumlýsing var gerð, þar sem ekki var aðstaða til röntgenmynda-
töku, og var ekki hægt að sjá brot í axlarliðnum.
Á útfærðu sjúklingakorti mínu stendur, að líklega sé um að ræða slit
í acromioclavicularliðnum, þ. e. festunni milli viðbeins og axlargrindar-
innar.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá le.ið,
að beiðzt er umsagnar um eftirfarandi atriði:
1. Fellst læknaráð á þá niðurstöðu Páls Sigurðssonar tryggingayfir-
læknis, að kölkun sú í axlarlið stefnanda, sem lælcnirinn getur um
í örorkumati sínu, verði með réttu talin afleiðing af slysinu 1. október
1960?
2. Fellst læknaráð á örorkumat tryggingayfirlæknisins?
3. Ef ekki, hver er þá örorka B. K-sonar, að mati læknaráðs, vegna
slyssins?
Tillaga réttarmáladeildar um ályktun læknaráðs:
Ad 1: Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, verður ekki úr því
skorið, hvort kölkun sú, sem um ræðir, hafi verið til fyrir slysið eða
hlotizt af því. Hvort heldur sem er, gætu óþægindi mannsins átt rót sína
að rekja til slyssins.
Ad. 2: Já.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 26. maí 1964,
staðfest af forseta og ritara 14. júlí s. á. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavikur, kveðnum upp 2. október 1964, var
stefndi E. R-dal, dæmdur til að greiða stefnanda B. K-syni kr. 135 000.00 með 8%
ársvöxtum frá 1. okt. 1960 til 29. des. s. á. og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðslu-
dags og kr. 20 000.00 í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð á stefnda að % lilulum.