Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 180
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1964.
1/1964.
Yfirborgardóniari í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 7. júní 1963,
skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur s. d., leitað
umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu nr. 197/1963: G. H-son gegn
F. B-syni og Samvinnutryggingum til réttargæzlu.
Málsatvik eru þessi:
Mánudaginn 16. október 1961, um kl. 19, var stefnandi máls þessa,
G. H-son, ..., staddur ásamt tveim félögum sínum á gatnamótum
Grettisgötu og Vitastígs í Reykjavík. Bar þá að bifreiðina R ..., sem
kom akandi austur Grettisgötu. G., sem mun hafa verið nokkuð
við skál, var að ganga yfir götuna, er bifreiðina bar að, og stöðvaðist
bifreiðin, er hún var komin alveg að G. G. kveðst þá „í einhverri vit-
leysu“, eins og hann orðar það, hafa stigið upp á framþorm bifreiðar-
innar og hallað sér fram á vélarhlífina.
Þá gerðist það, að bifreiðinni var ekið snöggt af stað og hún síðan
snarstöðvuð, eftir að henni hafi verið ekið nokkurn spotta. Þegar
bifreiðin var stöðvuð, voru buxur G. fastar á skrautspjóti framan á
vélarhlífinni. Hann kveðst hafa losað sig sjálfur, en fundið til mikils
sársauka milli fótanna, og er hann kom upp á gangstétt, kveðst hann
hafa séð annað eista sitt liggja á götunni, og tók hann það upp.
Félagar G. náðu í leigubifreið og létu aka honum í Slvsavarðstofu
Reykjavíkur, þar sem gert var að sárum hans, en þaðan var hann
fluttur í sjúkrabifreið í Sjúkrahús Hvítabandsins.
Stefnandi er fæddur ... 1931.
í málinu liggur fyrir örorkumat Páls Sigurðssonar tryggingayfir-
læknis, dags. 15. desember 1962. í upphafi lýsir læknirinn tildrögum
slyssins, en síðan segir svo:
„Eftir slysið var maðurinn fluttur til Slysavarðstofunnar, en síðar
á Sjúkrahús Hvítabandsins, og það liggur fyrir vottorð frá ... [séx--
fræðingi í skurðlækningum og þvagfærasjúkdómum], dags. 3. nóvem-
ber 1961, og segir þar svo, að um hafi verið að ræða vuln. contusum
scroti et avulsio testis dx. Og þar segir svo orðrétt: „Sjúklingur konx
á Sjúkrahiis Hvítabandsins 16. okt. kl. 19 vegna slyss. Var scrotum hægra
meginn xifið sundur, og testis var rifinn laus frá. Sjúklingur var