Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 91
— 89
1962
Hofsós. í byrjun marz kom upp inflúenza í Hólaskóla, gekk hægt
yfir í fyrstu, en örara, er frá leið, og' varð t. d. að loka barnaskólanum á
Hofsósi. í desember kom svo upp faraldur, er hafði öll einkenni inflú-
enzu, gekk hratt yfir 2 hreppa, en tók þó ekki nema einstök heimili.
Ólafsfj. Farsótt gekk hér í marz og apríl, er skráð var sem inflúenza.
Lýsti sér með háum hita og beinverkjum, oft miklum, og höfuðverk.
Engin alvarleg eftirköst varð ég var við, og sjúklingar voru ekki lengi að
ná sér.
Dalvíkur. Inflúenzufaraldur í marz, frekar vægur.
Akureyrar. Faraldur gekk hér yfir í marz. Segja má, að faraldurinn
væri fremur léttur, þótt hann geng'i mjög hratt yfir.
Grenivikur. Barst hingað í marzmánuði og gekk yfir á tiltölulega
skömmum tíma.
Breiðumýrar. Gekk mánuðina marz—apríl. Flest tilfelli voru í og
kringum skólana að Laugum. Var „frekar góð“ af inflúenzu að vera.
Fylgikvillar fáir og ekki alvarlegir.
Húsavíkur. Gekk hér í marzmánuði. Um var að ræða allmörg tilfelli,
einkum á Húsavík, og gekk sjúkdómurinn allhratt yfir. Veikin var yfir-
leitt mjög væg og lítið um eftirköst.
Norður-Egilsstaða. Kom í héraðið í marz og gekk fremur fljótt yfir.
Lagðist ekki þungt á fólk.
Austur-Egilsstaða. Inflúenzufaraldur geisaði hér í marz og apríl og
náði verulegri útbreiðslu í Egilsstaðakauptúni og á Eiðum. (Mun 80%
fólks á þessum stöðum hafa veikzt). Breiddist faraldurinn fyrst út fyrir
tilverknað pilts nokkurs, sem kom flugleiðis úr Reykjavik og fór bæ
af bæ í Eiðaþinghá og endaði ferð sína á árshátíð Eiðaskóla, sem fóllc
sækir mikið hér um slóðir. í sveitunum gátu menn víða varizt og fjöldi
tilfella þar mun minni að tiltölu.
Bakkagerðis. Kom i héraðið í marz og tók allmarga, aðallega börn.
Eskijj. Um miðjan marz byrjaði faraldur og stóð yfir fram í maí.
Ekki var faraldurinn svo slæmur, að atvinna legðist niður eða skólum
yrði lokað. Nokkur tilfelli af lungnabólgu sem fylgikvilli.
Búða. Barst í héraðið í byrjun marzmánaðar og gekk hér fram í maí.
Var allþung á köflum. Fór í byrjun hratt yfir. Nokkur lungnabólgutil-
felli í sambandi við hana.
Djúpavogs. Allsvæsin inflúenza var hér á ferð síðari hluta vetrar. Engin
alvarleg eftirköst, en kennsla í skólum tafðist nokkuð, einkum í Breiðdal.
Hafnar. Inflúenza í marz—apríl.
Víkur. Hefur stungið sér niður í marz, apríl og fram í mai. Ekki
getið fylgikvilla.
Vestmannaegja. Barst hingað í byrjun marz og náði þegar geysilegri
útbreiðslu og lamaði um tima atvinnulífið tilfinnanlega. Varð að loka
skólum um tíma. Nokkuð bar á fylgiltvillum, aðallega eyrnabólgu og
kveflungnabólgu.
12