Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 181
179 —
1962
operaður strax eftir komuna og fór af spítalanum 23. október. Við
komuna var sjúklingur mikið undir áhrifum áfengis.“
Maðurinn kom til skoðunar hjá undirrituðum 7. ágúst 1962. Hann lýsir
tildrögum slyssins, eins og skýrt hefur verið frá hér að framan. Hann
kveðst áður hafa unnið sem landbúnaðarverkamaður uppi í Borgar-
firði, en var til lækninga i bænum vegna eyrna, er slysið varð. Hann
kveðst hafa byrjað vinnu að nýju u. þ. b. einum mánuði eftir slysið.
Hefur síðan verið til sjós, og er skoðun fór fram, var hann vélamaður
á dragnótabát.
Við skoðunina kvartaði maðurinn aðallega um dofa í kynfærum,
verk í nára. Hann kvartar einnig um, að kynhvatir séu miklu minni en
áður var. Hann er giftur og á 4 börn.
Eftir slysið mun maðurinn hafa haft nokkur psychoneurotisk ein-
kenni, og hann leitaði til ... [sérfræðings í tauga og geðsjúkdómum]
hinn 17. maí 1962, og það liggur fyrir vottorð [læknisins], dags. 14. júní
1962, og þar segir svo:
„G. H-son, f. ... 1931, ... kom til mín 17. maí vegna psychoneurosis
posttraumatica. Sjúkl. varð fyrir bíl, að sögn, í október s. 1., varð ringl-
aður og missti meðvitund nokkru seinna. Hann slasaðist allmikið og
missti hægri testis. Sjúkl. hefur síðan verið allur annar maður en
áður, slappur, órór, pirraður, sinnulaus. Hugur hans hefur snúizt mjög
um genitalia síðan, finnst hann dofinn í genitalia og ekki hafa neinn
potens. Fær ónotaköst út um sig allan og oft erfitt um svefn. Finnst
hann ekki hálfur maður. Sjúkl. hafði fyrir 7 árum fengið fract. cranii,
en var orðinn hraustur eftir það, þótt hann fyndi stundum til þunga í
höfði eftir erfiði. Sjúkl. hefur síðustu vikur verið á batavegi, minnkandi
slappleiki o. s. frv., en hann er hvergi nærri jafn góður. Búast má við,
að enn líði nokkuð langur tími, þar til neurosa hans hverfur að fullu, og
vafasamt er, að það verði algerlega."
Vegna kvartana sjúklings um impotens, er hann kom til undirritaðs,
þótti ástæða til, að gerð væri sæðisrannsókn, og var hann því sendur til
skoðunar til sérfræðings í lækningarannsóknum, ..., og það liggur fyrir
skoðun af semenrannsókn 17. september 1962, undirrituð af [lækninum],
og þar segir: Magn sæðis var 2.4 ml, útlitið var eðlilegt, fjöldi pr. ml
var 62,2 millj. Differential talning sýndi 85% af frumum eðlilegs útlits,
hreyfanleiki var ágætur og eftir 3 klst. og allt upp í 72 klst. góður hreyf-
anleiki. Slcoðunin sýndi því, að sæðið var eðlilegt að magni og útliti og
hvað snerti fjölda og hreyfanleika sæðisfrumna.
Áhjktun: Hér er um að ræða 31 árs gamlan mann, sem slasast fyrir 1 ári,
fékk áverka á scrotum og missti hægra eistað. Hann var óvinnufær vegna
slyssins u. þ. b. 1 mánuð, en hafði síðan taugaveildunareinkenni, sem
rakin voru til slyssins, og var til mcðferðar af þeim sökum hjá sérfræð-
in§i i tauga- og geðsjúkdómum. Hann vann áður við landbúnaðar-
störf, en hefur síðan verið til sjós og hefur, að þvi er virðist, unnið fulla
vinnu.