Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 148
1962
— 146 —
J. Vinnuheimili SÍBS.
YfirJæknir stofnunarinnar gerir svofellda grein fyrir rekstri hennar á
árinu:
Vistmenn í ársbyrjun voru 91. Á árinu komu 102, 41 kona og 61 karl.
Vistmenn í árslolí voru 89. Dvalardagafjöldi var 32677. Kostnaður á dval-
ardag var 128,91 kr. Vistmenn unnu 127636 stundir, aðallega við plast-
iðju. Kennslu var háttað á sama hátt og áður.
K. Hjúkrunar- og líknarfélög.
Blindrafélagið.
í vinnustofu félagsins að Hamrahlíð 17 störfuðu á árinu 12 blindir
menn, konur og karlar. Aldur þeirra var 2: 30—35 ára, 4: 40—45 ára,
2: 50—55 ára, 3: 60—65 ára, 1: 68 ára. Aðalverkefni er vinna við bursta-
gerð og noldtuð við plastiðnað o. fl. Auk þeirra, er starfa í vinnustofu,
eru nolekrir blindir menn úti á landi, sem reka eigin vinnustofu, en
eru i tengslum við félagið. Vörusala félagsins nam 1 millj. kr. á árinu.
Félagið Heyrnarhjálp.
Á árinu fengu alls 157 manns heyrnartæki hjá félaginu, þar af 10
börn. Af þessum 157 höfðu 38 fengið tæki áður, og var því þarna um
endurnýjun að ræða. Yfirleitt var árangur góður hjá flestum, og kom
það i ljós við framhaldandi samband starfsstöðvarinnar við heyrnar-
tækjaeigendur, þar sem þeir kaupa rafhlöður hjá félaginu og fá þar
aðra nauðsynlega fyrirgreiðslu. 17 af þeim, sem keyptu tæki áðurnefnt
ár, fengu fremur lélegan árangur, og olli þar yfirleitt ellihrumleiki.
Starfsstöð félagsins er í Ingólfsstræti 16. Frú Áslaug Þorsteinsdóttir
annaðist starfið að langmestu leyti. Afgreiðslutimi kl. 1—4 virka daga,
nema laugardaga. Frú Áslaug veitti einnig ýmsa aðstoð annars staðar
en á áðurnefndum afgreiðslustað eftir umtali og fór þá iðulega heim til
þeirra heyrnardaufu, og hefur svo verið jafnan. Einnig fór hún ferð til
Akurevrar um sumarið og hafði þar viðtalstima daglega í sex daga. Að-
sókn var mikil, bæði af hálfu þeirra, sem leituðu hjálpar í fyrsta sinn,
og einnig komu ýmsir tækjaeigendur til að fá rafhlöður og fleira.
Styrktarfélag vangefinna.
Félagið var stofnað 23. marz 1958. Tilgangur félagsins er að vinna
að því: a) að komið verði upp nægilegum og viðunandi hælum fyrir
vangefið fólk, sem nauðsynlega þarf á hælisvist að halda, b) að van-
gefnu fólki veitist ákjósanleg skilyrði til þess að ná þeim þroska, sem
hæfileikar þess leyfa, c) að starfsorka vangefins fólks verði hagnýtt og
d) að einstaklingar, sem kynnu að vilja afla sér menntunar til þess að
annast vangefið fólk, njóti riflegs styrks í því skyni.