Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 190
1962
— 188 —
3. Höfuðverkjaköst, sem koma að tilefnislausu hægra megin, en mest
í andlit og kringum hægra auga. Ekki fylgir þessu ógleði eða upp-
köst. Þau standa í 12—14 klst. eða lengur. Átti ekki vanda fyrir
þessu áður.
Objektiv skoðun sýnir vel gróin ör eftir fyrrlýst sár. Cranial taugar
eru eðlilegar, nema hægra munnvik er heldur slappara en það vinstra.
Blóðþrýstingur er 130/80. Röntgenmyndir af höfði og af holum nefs eru
eðlilegar.
Niðurstaða: Sjúkl. hefur töluverðar eftirstöðvar afleiðinga slyss, og
má ekki búast við, að þær breytist mikið héðan í frá.“
Kom til viðtals hjá undirrituðum 6. maí 1963. Hún skýrir frá slysinu,
eins og lýst er í vottorði ... [fyrr nefnds yfirlæknis]. Sérstaklega að-
spurð telur hún ekki, að hún hafi misst meðvitund við slysið, og man
eftir sér strax eftir slysið.
Núverandi óþægindi: Kvartar um dofa og annarlega tilfinningu í
örum andlitsins. Kvartar um höfuðverk, en kveðst áður hafa haft höfuð-
verk á köflum, einkum í sambandi við tíðir.
Skoðun: Almennt útlit er eðlilegt. Við skoðun á andliti sést, að það
er greinilega slapandi. Það eru vel gróin ör í andliti, en áberandi, einkum
er áberandi ör frá nasavæng og niður fyrir munnvik hægra megin.
Sömuleiðis er vel gróið ör, sem liggur frá vinstra innra augnkrók þvert
yfir nef og kinn og niður á hægri kjálka. Þessi ör eru ekki linier heldur
eins og smákrössuð og hvítleit. Einnig ör uppi í hársrót. Við prófun á
krafti í andlitsvöðvum þá er greinilega minnkaður kraftur hægra megin
í kringum munninn. Munnvik lyftist ekki eðlilega við að bera tennur
eða við að reyna að flauta, enda þótt konan geti gert hvorttveggja.
Einkum verður áberandi örið, sem liggur langs frá nasavæng og niður
fyrir munnvik.
Álijktun: Hér er um að ræða rúmlega fertuga konu, sem slasast í
bílslysi fyrir tæpum 2 árum. Við slysið skarst hún illa í andliti, og hefur
farið sundur grein andlitstaugar, og sem afleiðingu meiðslisins þá hefur
hún ör í andliti, alláberandi, en auk þess létta lömun hægra megin i
andliti.
Ekki er talið, að hægt sé að bæta ástand konunnar meira en orðið er.
Af þessum sökum verður að meta konunni tímabundna og varanlega
örorku vegna slyssins 10. ágúst 1961, og telst sú örorka hæfilega metin
svo:
í 2 mánuði -2 — 100% örorka 75% —
-2 — 50% _
-6 — 25% —
-6 — oiw _
og síðan varanleg örorka 15%.“
í málinu liggur fyrir svo hljóðandi bréf til Samvinnutrygginga, dags. 29.
september 1963, frá ..., trúnaðarlækni félagsins: