Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 153
— 151 —
1962
skýrslu hreinsunardeildar er starfslið hennar 147 manns, og hefur hún
til umráða 28 bíla og ýmsar vinnuvélar. Af götusópi fluttu vélsópar
burt 4906 tonn og bílar 2238 bílfarma, auk 1348 bílfarma af opnum
svæðum. Fluttir voru burt af götum 9937 m3 af snjó. Kostnaður vegna
gatnahreinsunar nam 0,27 krónum á dag á hvern íbúa borgarinnar. I
árslok voru í notkun 20127 sorpílát. Ekið var á brott 18642 bílförmum
af sorpi, eða 166602 m3. Kostnaður vegna sorphreinsunar nam 0,43 krón-
um á dag á hvern borgarbúa. Auk þess sorps, sem hreinsunardeildin flutti
á brott, var tekið á móti 19252 einkabílum með sorp. Samanlagður bíl-
farmafjöldi var því 37894, og alls var sorpmagnið talið vera 177298 m3,
eða um 42000 tonn. Nemur það 0,55 tonnum á íbúa. Af sorpinu fóru
14041 bílfarmar í sorpeyðingarstöðina. Framleiðsla á skarna nam 5030
m3 á árinu. Seldir voru 6330 m3 af skarna. Dr. Björn Sigurbjörnsson
og mag. Ingvi Þorsteinsson héldu áfram rannsóknum frá fyrra ári á
áburðargildi skarna, og reyndist það meira en alhliða tilbúins áburðar.
Við salernahreinsun starfa 2 menn með einn bíl. Útisalerni við íbúðar-
hús eru 28 og 69 í herskálahverfum og á vinnustöðum. Fækkun á árinu
nemur 19. Fjarlægðir voru 111 dúfnakofar og 98 skúrar rifnir. Hreins-
aðar voru 1060 lóðir, þar af 850 á kostnað lóðaeigenda. Ekið var á
brott 501 bílfarmi af rusli. Rökstuddar kvartanir um óþægindi af
dúfum bárust 89. Skoðaðir voru 8381 staðir vegna dúfna og villikatta.
Lógað var 1064 dúfum og 452 villiköttum. Kvartanir um rottu- og
músagang bárust 2050. Fram fóru 19438 skoðanir. Rottu og mús var
útrýmt á 3146 stöðum. Athuguð voru 46 skip. Alls var dreift 172435
eiturskömmtum. Frá 3.—14. júlí var farið yfir allt holræsakerfið og
eitrað þar fyrir rottu. Samkvæmt skýrslu meindýraeyðis var fatamöl
eytt á 317 stöðum, silfurskottu á 77, kakalökum á 23, veggjalús á 5,
húsflugu og sykurflugu á 14, stökkmaur og' maur á 18 stöðum. Sótt-
hreinsað var 8 sinnum vegna berkla. Fatnaður var sótthreinsaður 3
sinnum á vegum Sölunefndar varnarliðseigna. Framkvæmd heilbrigðis-
eftirlits var með líkum hætti og síðastliðið ár. Farið var í 8922 eftirlits-
ferðir. Að öðru leyti vísast til töflu I og II á bls. 157—158.
Álafoss. Mun almennt vera í betra lagi í héraðinu. Töluverður skort-
ur er á neyzluvatni í Mosfellssveit, sérstaklega í þéttbyggðustu hverfun-
um í kringum Álafoss. Hreppsnefnd lætur nú fara fram rannsókn á
því, hvernig megi úr þessu bæta, og eru hafnar boranir í þessu skyni.
Reijkhóla. Enn er hér búið í einum torfbæ, o.g á allmörgum bæjum eru
úrelt og léleg hús. Fer þó fækkandi, en reyndar aðeins 1 nýtt íbúðarhús
smíðað á árinu. Neyzluvatn mun allvíða slæmt. Hef þó ekki rannsakað
það sjálfur. Þrifnaður virðist mér almennt talað undir meðallagi, því
miður einnig í sumum nýju húsunum, en þó er sums staðar reglulega
þrifalegt. Hér munu engar rottur vera, en nokkuð um mýs. Minkur gerir
æ meiri usla í varplöndum.
Patreksfj. Húsakynni mega teljast góð yfirleitt, þó sums staðar léleg