Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 147
145 —
1962
Á vistheimilinu í Breiðuvík voru 16 drengir í ársbyrjun, 6 komu á
árinu, 16 fóru og' 6 voru eftir um áramót.
Rvik. Barnaheimili starfrækt af Reykjavíkurborg eru: Vöggustofa
fyrir 22 börn á aldrinum 0—18 mánaða. Þar dvöldust alls 68 börn.
Dvalardagar 10077. Vistheimili fyrir 30 börn á aldrinum 3—7 ára. Þar
dvöldust alls 79 börn. Dvalardagar 10747. Visthcimili fyrir 20 börn, 7 ára
og eldri. Þar dvöldust alls 56 börn. Dvalardagar 8148. Dvalarheimili og
leikskólar, starfrækt af Barnavinafélaginu Sumargjöf, eru 11. Þar dvöld-
ust alls 1924 börn, og' voru dvalardagar alls 269233. Eitt dagheimili fyrir
vangefin börn er starfrækt af Styrktarfélagi vangefinna. Börn alls 39.
Dvalardagar 4820. Rauði Kross íslands tók á móti 35 börnum til sumar-
dvalar að Silungapolli og 181 barni að Laugarási í Biskupstungum. Á
barnaheimili Vorboðans í Rauðhólum dvöldust 86 börn. Barnaverndar-
nefnd hafði undir stöðugu eftirliti 66 heimili. Starfsfólk nefndarinnar
hafði afskipti af 27 öðrum heimilum. Þá hafði nefndin til meðferðar
mál tveggja stofnana og 7 einstalclinga vegna afskipta þeirra af börnum
og unglingum. Nefndin fékk til meðferðar 8 hjónaskilnaðarmál vegna
deilna um forræði barna. Gerði nefndin í því sambandi tillögur um forræði
19 barna. Þá gerði nefndin tillögur um forræði 12 annarra barna, sem
deilt var um. Nefndin mælti með 35 ættleiðingum á árinu. Nefndin útveg-
aði 197 börnum og unglingum dvalarstaði, og fóru 9 þeirra í fóstur á
einkaheimili. Auk þess var 188 börnum komið fyrir um lengri eða
skemmri tíma. Nefndin hafði til meðferðar á árinu mál 401 barns vegna
639 brota. Börnin voru á aldrinum 7—16 ára, 257 piltar og 144 stúlkur.
Brotin voru sem hér segir: Hnupl og þjófnaðir 232 (piltar 221, stúlkur
11), flakk og útivist 230 (piltar 119, stúlkur 111), innbrot 58 (allt
piltar), skemmdir og spell 36 (allt piltar), lauslæti og útivist 27 (allt
stúlkur), ölvun 17 (piltar 14, stúlkur 3), svik og falsanir 7 (piltar 6,
stúlkur 1), meiðsl og hrekkir 3 (allt piltar), ýmsir óknyttir 29 (piltar
27, stúlkur 2). Aukning frá árinu áður er mest á liðnum „flakk og
útivist“ og á rætur sínar að rekja til stóraukins eftirlits af hálfu lög-
reglunnar. Kvenlögreglan hafði afskipti af 68 stúlkum á aldrinum
12—18 ára, aðallega vegna útivistar, lauslætis, þjófnaðar og áfengis-
neyzlu.
Hafnarfj. Dagheimili fyrir börn er rekið hér í bænum. Sumardvalar-
heimili er rekið hér í nágrenni bæjarins tíma af sumrinu.
Stykkishólms. St. Franciskusreglan hefur um árabil rekið dagheimili
fyrir börn innan 7 ára aldurs í húsakynnum spítalans.
Akureyrar. Dagheimilið Pálmholt starfaði eins og að undanförnu, og
barnaverndarnefnd rak leikskóla fyrir börn á aldrinum 2—5 ára.
19