Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 90
1962
— 88 —
14. Inflúenza (480—483 influenza).
Töflur II, III og IV, 14.
1953 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 1962
Sjúkl. 10920 2342 11044 11934 18386 1568 20100 4099 2462 14646
Dónir 18 4 12 24 55 5 45 5 4 36
Faraldur hófst í lok febrúar, fór um allt land, að því er virðist, var í
hámarki í marz (10435 tilfelli) og fjaraði að meslu út í apríl. Eftir
það eru að vísu skráð tilfelli einhvers staðar á landinu alla mánuði
ársins, en skráningin síðari hluta þess hendir fremur á innlenda kvef-
sótt en inflúenzu. Veiran var inflúenzuveira af B-stofni. Veikin er á
skrá í flestöllum læknishéruðum.
Rvík. Faraldur af inflúenzu hófst í Reykjavík í síðustu viku febrúar
og breiddist allört út. Á mörgum heimilum lögðust allir nær samtímis.
Flestum barna- og gagnfræðaskólum var lokað 9. marz, enda voru fjar-
vistir barna þá orðnar 20—50% og margir kennarar veikir. Faraldurinn
fjaraði út síðari hluta marzmánaðar. Veiltin olli nokkrum manndauða,
einkum meðal eldra fólks. Samkvæmt rannsóknum á Keldum reyndist
hér um B-stofn inflúenzuveiru að ræða.
Álafoss. Dálítill faraldur í marz og aftur í október—nóvember.
Stykkishólms. Geisaði um allt héraðið í nær sex vikur. Var mjög næm
og tók mikinn fjölda manna. Skráning á þessum faraldri var mjög ófull-
komin, þar sem annríki var mjög mikið, meðan á honum stóð, og því
ekki viðlit að koma við nákvæmri skrásetningu. I Grafarnesi mátti heita,
að allir þorpsbúar lægju samtímis. T. d. kom ég í einni ferð á 20 heimili,
og lágu inflúenzusjúklingar á þeim öllum og allvíða allt heimilisfólkið.
Faraldur þessi tók marga geyst, bæði börn og fullorðna, lungnabólga
var tíður fylgikvilli og bronchitis afar algeng. Eimdi eftir af fylgikvill-
um inflúenzunnar langt fram á vor.
Patreksfj. Herjaði hér í marz og apríl og gerði mikinn usla, sérstak-
lega í Tálknafirði, þar sem ca. 80—85% íbúanna lögðust svo að segja
samdægurs, og stöðvaðist allt atvinnulíf af þeim sökum í ca. vikutíma.
Ekki fór hún eins geyst yfir annars staðar í héraðinu. Nokkuð bar á
fylgikvillum, aðallega lungnabólgu, og dó ein gömul kona af þeim sökum.
Þingeyrar. Barst í Núpsskóla í marzmánuði, sýlcti á fáum dögum 76
af 102 nemendum skólans allhastarlega, en var þó án fylgikvilla. Breidd-
ist lítið út fyrir skólann.
Suðureyrar. Allsóttnæmur inflúenzufaraldur barst hingað í marz.
Engir fylgikvillar.
Hvammstanga. Gekk í marzmánuði.
Höfða. í ágúst og' september gekk inflúenza, fremur væg og lítið um
fylgikvilla. (Er ekki á farsóttaskrá).
Sauðárkróks. Gætti fyrri hluta ársins, mest í apríl.