Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 140
1962
— 138 —
efninu. Tilraunir með þetta mislingabóluefni hófust í Bandaríkjunum
fyrir 4 árum. í árslok 1961 hafði bóluefnið verið reynt á 10 þúsund
börnum í Bandaríkjunum, Rússlandi, Japan, ísrael o. fl. löndum, án
þess að vart yrði fylgikvilla í öndunarfærum, eyrum eða miðtaugakerfi.
Bóluefnið hafði þá aðeins verið gefið 10—12 fullorðnum. í öllum þétt-
býlli löndum eru mislingar barnasjúkdóipur, sem flestir fá á fyrstu ár-
um ævinnar, og er því óvíða tækifæri til að rannsaka árangur bólu-
setningar í eldri aldursflokkum.
Snemma á árinu 1962 bárust tilraunastöðinni að Keldum tilmæli um
að taka þátt í tilraunum þeim með mislingabóluefnið, sem WHO hafði
á prjónunum. Var þess farið á leit, að hér yrði aðallega bólusett full-
orðið fólk, svo að samanburður fengist á verkunum bóluefnisins í full-
orðnum og börnum. Klíniskar athuganir á þeim bólusettu og mælingar
á mótefnamyndun þeirra skyldu samræmdar við athuganir, sem Heil-
brigðisstofnunin gengst fyrir í öðrum löndum. Haldnar skyldu sérstakar
skýrslur um hvern bólusettan og sendar til aðalstöðva Heilbrigðisstofn-
unarinnar í Genf. Að fengnu leyfi landlæknis í bréfi, dagsettu 17. maí
1962, var ákveðið, að tilraunastöðin tæki þátt í þessari samvinnu. Sumar-
ið og haustið 1962 voru bólusettir um 320 manns í Reykjavík og ná-
grenni, í Borgarfirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Var bólusetning fram-
kvæmd í samráði við héraðslækna á þessum stöðum. Voru hinir bólu-
settu skoðaðir eigi sjaldnar en annan hvern dag á þeim tíma, sem von
var lasleika eftir bólusetninguna. Tvö blóðsýni voru tekin úr hverjum
bólusettum, annað um leið og bólusett var, hitt 3—4 vikum síðar.
Kanadískur veirufræðingur, dr. F. L. Black, prófessor í epidemiologi við
Yaleháskólann í Bandaríkjunum, kom hingað á vegum Heilbrigðisstofn-
unarinnar til að vinna að þessum athugunum með starfsfólki Keldna.
Siðsumars og haustið 1962 brutust víða út mislingar, svo að af varð
faraldur. Að tilmælum landlæknis voru þá fengnir til landsins 500
skammtar til viðbótar af mislingabóluefninu og því dreift til héraðs-
lækna viðs vegar i afskekktum héruðum. Skýrslum um svörun hinna
bólusettu var safnað á líkan hátt og áður og tveim blóðsýnum úr hverj-
um bólusettum. Tókst hin ágætasta samvinna við alla héraðslækna, sem
bóluefnið fengu, og kann tilraunastöðin þeim beztu þakkir fyrir. Þannig
hefur verið safnað gögnum um árangur mislingabólusetningar 820 manns
hér á landi. Flest er þetta fólk á aldrinum 16—87 ára og sumt haldið
þeim kvillum, að óæskilegt þótti, að það yrði veikt af virulent misling-
um. Grein um niðurstöður þessara athugana hefur verið send lækna-
blaðinu Lancet, en heildaryfirlit mun hirtast í sérhefti af The Bulletin
of WHO ásamt yfirliti yfir rannsóknir, sem voru gerðar annars staðar
samtímis. Bráðabirgðayfirlit um þessa mislingabólusetningu er sýnt í
töflu. Stjórn þessarar tilraunar hefur Margrét Guðnadóttir læknir
annazt.