Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 137
— 135
1962
Rvík. Unnið var áfram að viðbyggingum Landspítala og Landa-
kotsspítala og byggingu Borgarsjúkrahússins. Rannsóknarstofa Land-
spítalans var flutt í tengiálmuna milli gamla og nýja spítalans, og
tók þar til starfa geislamælingadeild (ísótópadeild), en tækin voru
sett upp á árinu 1961. Er þar aðallega unnið að skjaldkirtilsrannsóknum.
Tannlækningadeild Háskólans var flutt í kjallara álmunnar. í henni
var og telcin í notkun kennslustofa. í janúar var byrjað að flytja
í nýbyggingu Landakotsspítala, og hafði meiri hluti hennar verið tek-
inn í notkun í lok ársins. Vistheimilið að Elliðavatni, sem Reykja-
víkurborg hefur starfrækt sem eins konar útibú frá Kleppi, var lagt
niður 31. október. Til þess tíma dvöldust þar 12 sjúklingar, allt karlar.
Álafoss. Nú er í smíðum læknisbústaður, og standa vonir til, að
hægt verði að ljúka honum á næsta ári.
Sauðárkróks. Flutt var í nýju sjúlcrahúsbygginguna í ársbyrjun og
starfsemin þar með lögð niður í gamla timbui'húsinu, sem þá var orðið
56 ára gamalt og löngu úrelt. Nýja byggingin, sem er um 8 þúsund m3,
kostaði rúmar 11 milljónir króna, og innanstokksmunir og verkfæri,
sem búið var að afla í ársbyrjun 1963, rúmar 2 milljónir.
Hofsós. Á þessu ári hefur læknisbústaður verið lagfærður mikið,
lækningastofur hafa verið gerðar upp, og keyptur hefur verið í þær
húsbúnaður og lækningatæki.
Þórshafnar. Fyrsta desember fluttum við í hinn nýja og glæsilega
læknisbústað, sem verið hefur í smíðum síðan í júní 1961.
Austur-Egilsstaða. Samband austfirzkra kvenna færði sjúkrahús-
inu að gjöf kr. 20000 til kaupa á áhöldum og útbúnaði.
Djúpavogs. Nýr, vandaður læknisbústaður tekinn í notkun á árinu.
B. Rannsóknarstofa Háskólans.
Yfirlit gfir rannsöknir.
Jákvæð Neikvæð Alls
Hrákar, smásjárskoðun 21 603 624
Ræktun úr hráka 159 1249 1408
— — magaskolvatni 13 137 150
— — þvagi 18 588 606
— — brjóstholsvökva 2 21 23
— — lunga 1 15 16
— — lungnapípu 2 18 20
— — barka 2 51 53
— — liðvökva 18 18
— — igerð 10 42 52
— — mænuvökva 4 50 54
— — ýmislegu 5 30 35
237 2822 3059