Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 109
107 —
1962
N. E. Bank-Mikkelsen. Kynnti hann sér ástandið hér og samdi síðan
langa og rækilega greinargerð. Meginniðurstöður hans voru þær, að allt
landið skyldi vera eitt skipulagssvæði, að því er tekur til þessara mála,
og að efla bæri Kópavogshæli til að vera aðalhæli landsins (central-
institution). Þangað skuli komið til rannsóknar og' viðeigandi meðferðar
öllum börnum, sem á hælisvist þurfa að halda, jafnóðum og stofnunin
getur við þeim tekið. Auk þess mætti halda uppi smærri stofnunum, er
störfuðu undir umsjá aðalstofnunarinnar, fyrir tiltekna, valda hópa, svo
sem fyrir geðveika fávita, fávita, sem þegar hefðu fengið nauðsynlega
þjálfun, auk eins konar elliheimilis eða heimila. Þau smáhæli, sem fyrir
eru, mætti því nota framvegis, og koma mætti upp, t. d. á Akureyri,
hæli, er gegndi einhverju framantalinna hlutverka. 1 tillögunum er einnig
gert ráð fyrir dagheimilum og aðstoð við foreldra, sem hafa vangefin
börn á heimilum sínum.
Lög um fávitahæli og meðferð fávita eru frá árinu 1936, og hafa þau
aldrei verið endurskoðuð. Eru þau um margt úrelt, svo sem við er að
búast, og ekki hafa þau verið framkvæmd nema að takmörkuðu leyti.
G. Ýmsir sjúkdómar.
Hér verður aðeins birt skýrsla um augnlækningaferðalög og augnsjúk-
dóma, er augnlæknar fundu á ferðum sínum.
Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar um
landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson, augnlæknir
í Reykjavík, um Vesturland, Helgi Skúlason, augnlæknir á Akureyri, um
Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir í Reykjavík, um Austfirði
og Sveinn Pétursson, augnlæknir í Reykjavík, um Suðurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
1. Kristján Sveinsson.
Eins og undanfarin ár notfærir fólk sér mikið ferðalög þessi, sérstak-
lega eldra fólk, einnig börn, sem við skólaskoðun hefur komið í ljós,
að sjá ekki vel eða þreytast óeðlilega við lestur. Margir koma vegna
bólgu í augum og vegna eðlilegra aldursbreytinga í augum, en í sumum
tilfellum vegna alvarlegri augnsjúkdóma. í þetta skipti fann ég 6 nýja
glákusjúklinga, en 49 mér áður kunnir glákusjúklingar komu til eftir-
lits, enda nauðsynlegt að hafa gætur á sjúklingum þessum. Eina unga
konu hitti ég með ablatio retinae, og var hún tekin til aðgerðar. Eina
ontropium-aðgerð gerði ég á ísafirði. Annars voru engar aðgerðir fram-
kvæmdar á ferðalaginu.
Eins og undanfarin ár byrjaði ég ferðalögin á Akranesi og endaði þau
á ísafirði. Skipting eftir stöðum og helztu sjúkdómum er sem hér segir: