Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 194
1962
— 192 —
ekki. Hjá einum fundust reducerandi efni, sem samsvöruðu 0.09%o af
alkóhóli í blóði úr „þurrum“ handlegg, en 0.00%0 í þeim handlegg, sem
þveginn var með benzíni. Hjá þremur fannst frá 0.03—0.09%o meira i
sýni úr þeim handlegg, sem þveginn var með benzíni, heldur en hinum.
Á öllum sýnum var gerð tvöföld rannsókn, og gat þá munað allt að
± 0.07%o á sama sýni. Samkvæmt ofan greindum athugunum virðist auð-
sætt, að rannsólcnaraðferðir, sem notaðar eru í Reykjavík á reducerandi
efnum blóðsins, eru ekki nákvæmari en svo, að skeikað getur 0.07%o á
annan hvorn veginn, og virðist ekki skipta máli, hvort húð hefur verið
þvegin með benzíni eða ekki, ef blóðið er tekið úr æð með nál.
Ad III. í lok ályktunar í læknaráðsmálinu nr. 10/1961 segir svo: „Hafi
húðin verið hreinsuð með benzíni eða alkóhóli, er elcki mark takandi
á niðurstöðum blóðrannsóknarinnar.“
í þessu sambandi vill réttarmáladeild taka þetta fram:
1) Þessi setning hefur brenglazt í meðförum. í gögnum deildarinnar
stendur setningin þannig: „Hafi það einnig verið gert með benzíni“
o. s. frv. (þ. e. húðin einnig verið hreinsuð). Veldur þetta merk-
ingarmun, þar sem i ályktuninni átti að koma fram, að ekki væri
mark takandi á niðurstöðu rannsóknarinnar, ef sprauta, nál og húð
væri allt hreinsað með benzíni eða alkóhóli.
2) Hins vegar er ástæða til að benda á, að ef háræðablóð er tekið úr
eyrnasnepli, eftir benzín- eða alkóhólþvott, má gera ráð fyrir, að það
alkóhól eða benzín, sem blandast blóðdropanum, geti aukið redu-
cerandi efni til muna.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 26. maí 1964,
staðfest af forseta og ritara 11. september s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sakadóms Reykjavikur, kveðnum upp 11. nóv. 1964, var
ákærði dæmdur í 3000 króna sekt fvrir brot gegn 2., sbr. 3. mgr. 25. gr. umferðarlaga
nr. 26/1958, en sýknaður af ákæru um brot gegn 2., sbr. 4. mgr. sömu greinar. Ákærði
var sviptur ökuleyfi í 6 mánuði.
6/1964,
Ármann Kristinsson, sakadómari í Reykjavík, hefur með bréfi, dags.
12. marz 1964, leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæru-
valdið gegn M. E-syni.
Málsatvik eru þessi:
Miðvikudaginn 21. ágúst 1963 árdegis var M. E-son, ..., Reykjavík,
handtekinn, þar sem hann hafði ekið bifreiðinni R. ... út af veginum
skarnmt norðan við ... í N-Þingeyjarsýslu. Grunur lék á, að maður-
inn væri undir áhrifum áfengis, og tók ..., héraðslæknir á ..., blóðsýni
lir lionum. Var það sent til ..., og skv. vottorði .... héraðslæknis á ...,
dags. 23. ágúst 1963, reyndist vera 1.5$0 reducerandi efni í blóði hans.