Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1962, Blaðsíða 124
1962
122 —
Dvaldist hann hér einn dag og var til viðtals í barnaskólanum og leið-
beindi foreldrum um meðferð vangæfra barna. Var þetta hið þarfasta
nýmæli, sem vonandi verður endurtekið, þar sem ástæða er til að ætla,
að hjálp slíkra manna nýtist því betur sem þeir koma oftar.
Reykhóla. Öll barnafræðsla er hér með úreltu fyrirkomulagi. Hreppa-
rígur stendur í vegi fyrir því, að öllum börnum sé kennt undir sama
þaki við góð skilyrði.
Patreksfi. Loka varð slcólanum hér á Patreksfirði um tíma, meðan
inflúenzan herjaði sem mest. Lokið var að fullu við íþróttahúsbyggingu
hér á Patreksfirði og hún tekin í notkun um haustið.
Suðureyrar. Skólabyggingin fullgerð á árinu, en fimmta kennsluár
þar hófst í haust.
Bolungarvíkur. Byrjað var að grafa fyrir nýjum barnaskóla, ca. 400
fermetrar, kjallari og tvær hæðir.
Hvammstanga. Tekið var í notkun nýtt skólahús, sem er ágætlega úr
garði gert. í því eru 2 skólastofur, bjartar og rúmgóðar, auk handa-
vinnukennslustofu, kennarastofu og búningsherbergja. Leikfimiskennsla
fer fram á skólaganginum.
Sauðárkróks. Farskóli er enn í einum hreppi héraðsins og oftast í
þröngu og ófullkomnu húsnæði. í þrem hreppum er skóli til húsa i
samkomuhúsum, í einum hrepp hefur hann heila íbúð til umráða, og
sérstakt skólahús er í einum hreppi. Skólarnir á Sauðárkróki búa við
þröngan húsakost.
Dalvíkur. Tannlæknir og tannsmiður störfuðu um tíma hér í læknis-
héraðinu, aðallega á vegum skólanna.
Akureyrar. Vel hefur gengið með byggingu hins nýja Oddeyrarskóla,
og er gert ráð fyrir, að þessi skóli geti flutt í hið nýja húsnæði á kom-
andi ári. Þá hafa verið gerðar allverulegar umbætur á barnaskóla Gler-
árþorps, en þetta er aðeins til bráðabirgða, því að næsta barnaskóla-
bygging á Akureyri verður nýr barnaskóli í Glerárþorpi. Einnig er nú í
byggingu nýr heimavistarbarnaskóli að Laugalandi á Þelamörk, og á
sá skóli að taka við börnum úr 3 hreppum, þ. e. Glæsibæjarhreppi,
Skriðuhreppi og Öxnadalshreppi. Þá er byrjað á byggingu mikillar við-
byggingar við Gagnfræðaskóla Akureyrar, enda þar orðin svo mikil
þrengsli, að kennt er nú á tveimur stöðum úti í bæ.
Breiðumýrar. Til þessa árs hefur öll kennsla i héraðinu farið fram
á sveitabæjum eða í húsum, sem ekki voru byggð með skólahald fyrir
augum. Þetta hefur haft marga galla í för með sér, oft verið óheppilegt
húsnæði og aðstaða öll misgóð bæði frá einum stað til annars og frá
ári til árs, þar sem ekki hefur verið um fasta skólastaði að ræða. Nú
hefur skipt svo um, að í tveimur af 4 sveitum héraðsins, Bárðardal og
Mývatnssveit, hófst kennsla í haust í nýjum heimavistarskólum, og í
Reykjadal er kennsluhúsnæði komið undir þak og verður væntanlega
nothæft á hausti komanda.