Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 7

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 7
5 stories by the men who first put them into writing*'.1) Paasche tekur það reyndar fram, að sagan geti ekki verið óbreytt frá því sem hún hafi verið sögð á 10. öld, listin hafi gengið nokkuð á hlut sagnfræðinnar, en segir um leið: „Fremstillingens overlegne kunst behöver ikke at skyldes skriveren; teksten bærer ikke mange tydelige merker efter ham“.2) Fleiri vitnis- burði um skoðanir manna á sannindum og uppruna sögunnar þykir mér þarflaust að telja. Nú virðist það svo um Hrafnkötlu, að ekki sé auð- gengt að því að rengja hana. Fátt ,er um heimildir til beins samanburðar. Atburðunum er lýst með ber- sýni og ýkjulaust. Þar eru engar tröllasögur, drauga- sögur né fyrirburðir, ekkert skrum um afrek fslend- inga erlendis, engin greinileg áhrif frá útlendum bók- menntum og ekki heldur frá öðrum Islendinga sög- um. Hvergi er látinn í ljós efi um, með hverjum hætti atburðirnir hafi gerzt, allt er heillegt, fellt saman, rökrétt og eðlilegt. Grunsemdir gilda lítið gagnvart svona verki, því að hvar gengur hnífur rannsóknanna í það? En einu sinni fyrir 12—13 árum fór eg að hugsa um, hvort ekki myndi vera hægt að gera sér nánari grein fyrir veldi þeirraÞjóstarssona með því að athuga aðrar heimildir um menn og ættir á Vestfjörðum. 1) Philological Society’s Transactions 1931—32, 61. — Eftir að þessari ritgerð var lokið, barst mér í hendur grein, sem E. V. Gordon hefur látið eftir sig í handriti og nú hefur verið prentuð í Medium Ævum, Vol. VIII, 1939. Sumt í þeirri grein fer í mjög svipaða átt og hér er haldið fram, en þó yfirleitt það skemmra, að eg hef ekki séð ástæðu til þess að vitna til hennar eða breyta neinu í ritgerð minni hennar vegna. — Það er auðsætt, að skoð- anir E. V. Gordons á myndun íslendinga sagna hafa breytzt mjög frá 1932 til 1938, er þessi lærði og skarpskyggni ungi fræðimað- ur lézt fyrir örlög fram, til óbætanlegs tjóns fyrir íslenzk fræði í Bretlandi. 2) Norges og Islands litteratur, 330—31.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.